GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

9.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
La Rochefocauld ritaði; “Fullkomið hugrekki er að gera það – sem við værum fær um ef allur heimurinn fylgdist með – þegar enginn sér til okkar.” Þegar við höfum ástundað GA prógramið í einhvern tíma þá lærum við að bera kennsl á þrálátan ótta, að þekkja hann og verðum fær um að höndla hann. Við förum að sjá sérhvert mótlæti sem guðsgjöf sem gerir okkur kleift að þroska með okkur það hugrekki sem sprettur af hógværð fremur en af mannalátum.

Er ég farinn að átta mig á að það að blístra til þess að viðhalda hugrekki er eingöngu æfing í blístri ?

Bæn dagsins
Megi ég finna hugrekki í mínum Æðri Mætti. Þar sem mér eru allir vegir færir, með guðs hjálp, þá hlýt ég að geta unnið bug á þessum lævísa ótta sem hrjáir mig – sem oft á tíðum birtist sem ótti við að missa einhvern eða eitthvað sem er mikilvægt í mínu lífi. Ég bið þess að verða viljugur til þess að losa mig við þennan ótta.

Minnispunktur dagsins
Bæn er meria en blístur í myrki.

8.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
GA prógramið kenndi mér að ég þarf ekki að afsaka mig gagnvart neinum fyrir að reiða mig á guð, eins og ég skil hann. Í reynd, þá hef ég nú góða ástæðu til þess að trúa ekki þeim sem telja andlegu leiðina veru einvörðungu fyrir hina veiklundaðu. Fyrir mig er andlega leiðin styrkleiki. Vitnisburður fortíðar er sá að þeir sem hafa trú og traust, þá skortir sjaldnast hugrekki. Þeir treysta sínum guði. Því afsaka ég mig aldrei fyrir að trúa á hann og reyni frekar að láta mátt hans sjást í verkum hans í mér.

Er ég að framkvæma í samræmi við það sem ég segi?

Bæn dagsins
Megi trú mín og traust öðlast staðfestingu þegar ég sé mátt guðs í verkum hans fyrir annað fólk, alveg frá upphafi tímans. Megi ég sjá að það eru hinir hugrökku, kraftaverkamanneskjurnar og hinir hamingjusömu sem hafa viðurkennt sína andlegu hlið. Megi ég ætíð sjá handbragð guðs í þeim sem trúa.

Minnispunktur dagsins
Að sjá guð að verki.

7.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Ef ég trúi þvi að það sé vonlaust að vænta umbóta í lífi mínu, þá er ég að efast um mátt guðs. Ef ég trú því að ég hafi ástæðu til þess að örvænta, þá er ég að viðurkenna persónulegan ósigur, því ég hef mátt til þess að breyta sjálfum mér; ekkert getur komið í veg fyrir það nema mín eigin andstaða. Í GA samtökunum get ég lært að notfæra mér hið gífurlega, óþrjótandi afl sem felst í guði – ef ég er viljugur til þess að vera stöðugt meðvitaður um nálægð guðs.

Ímynda ég mér enn að yndi mitt af lífinu sé háð því hvað aðrir muni gera eða ekki gera?

Bæn dagsins
Megi ég gefa líf mitt á vald vilja guðs en ekki duttlungum og ónærgætni annarra. Þegar hamingja mín var algjörlega háð því hvað aðrir gerðu og hugsuðu og fundu, þá var líf mitt í raun ekkert annað en spegill á líf annarra. Megi ég vera í nálægð guðs varðandi alla hluti. Ég met sjlafan mig mikils því guð metur mig mikils. Megi ég einvörðungu vera háður mínum Æðri Mætti.

Minnispunktur dagsins
Að vera í nálægð guðs.

6.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Örvænting hrjáir mörg okkar í GA samtökunum. Við gerum okkur ekki grein fyrir því að örvænting orsakast af skorti á trú og trausti. Ef við erum viljug til þess að leita til guðs, þegar við þörfnumst hjálpar, þá munum við ekki örvænta. Þegar okkur finnst við eiga við erfiðleika að etja og sjáum ekki leiðina út úr vandræðunum, þá stafar það einvörðungu af því að við höldum að við ein getum leyst vandann. GA prógramið kennir okkur að sleppa tökum á þeim vanda, sem okkur finnst vera óyfirstíganlegur, og leyfa guði í staðinn að takast á við hann.

Þegar ég á meðvitaðan hátt læt minn vilja lúta viðja guðs, sé ég þá trúna að verki í lífi mínu?

Bæn dagsins
Megi ég, sem manneskja í bata, vera frjáls undan örvæntingu og hugarangri, þessum óhjákvæmilegu fylgifiskum þess að finnast maður vera hjálparlaus. Megi ég vita að ég mun ætíð njóta hjálpar frá guði, að ég sé aldrei hjálparlaus þegar guð er með mér. Ef ég hef trú þá þarf ég aldrei að vera “hjálparlaus og vonlaus.”

Minnispunktur dagsins
Örvænting er skortur á trú.

5.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég gerði mér grein fyrir að ég yrði að öðlast nýtt upphaf og að það upphaf yrði að vera hér og nú. Ég gæti ekki byrjað á neinum öðrum stað. Ég varð að sleppa tökum á fortíðinni og gleyma framtíðinni. Á meðan ég héldi um fortíðina með annarri hendi og teygði mig í átt til framtíðar með hinni þá væri mér ómögulegt að höndla daginn í dag. Ég varð því að byrja hér, núna.

Er ég að vinna í ellefta sporinu, biðjandi einungis um skilning á því sem er mér fyrir bestu og mátt til að framkvæma það?

Bæn dagsins
Megi ég ekki hafa áhyggjur af því hvernig ég geti komið orðum að þörfum mínum og löngunum í bænum mínum til guðs. Megi ég hætta að gera mér grillur um hvaða tungumál ég nota í bænum mínum, því guð þarf ekki tungumál; samskipti við guð eru ofar töluðu orði. Megi ellefta sporið leiðbeina mér í bænum mínum á öllum stundum.

Minnispunktur dagsins
Verði guðs vilji.

4.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Margir biðja til guðs eins og þeir séu að tala við ófúsan Æðri Mátt, í stað þess að tileinka sér velvilja kærleiksríks Æðri Máttar. Á seinni stigum spilafíknarinnar hverfur viljinn til þess að veita viðnám. Þrátt fyrir það þá gerist það, þegar við viðurkennum vanmátt okkar gagnvart sjúkdómnum og gerumst fús til þess að fylgja undirstöðuatriðum GA prógramsins, að þráhyggjan hverfur og við öðlumst nýja tilveru – frelsi fyrir tilstilli Guðs, eins og skilningur okkar er á honum.

Er bati minn í prógraminu farinn að fullvissa mig um að guð einn geti losað mig við þráhyggjuna?

Bæn dagsins
Megi ég ekki biðja til guðs eins og krakki sem er að kvarta við strangan föður, eins og að “bæn” þýði ætíð það sama og að “sárbæna”, yfirleitt þegar aðstæður eru sem verstar. Megi ég þess í stað biðja af fúsleika til þess að nálgast guð, á sama hátt og hann er ætíð reiðubúinn til þess að nálgast mig. Megi ég sjá minn Æðri Mátt sem viljugan guð.

Minnispunktur dagsins
Guð er viljugur.

3.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Søren Kierkegaard skrifaði “Að standa á einum fæti og sanna tilveru guðs er mjög frábrugðið því að falla á hnén og færa honum þakkir.” Í dag er það fullvissa mín um Æðri Mátt, sem er að verki í mér, sem kallar fram og virkjar hæfileika minn til þess að gera lífið að gleðilegri og ánægjulegri tilveru. Ég myndi ekki öðlast slíkt með því að treysta einvörðungu á sjálfan mig og mínar takmörkuðu hugmyndir.

Færi ég guði þakkir á hverjum degi?

Bæn dagsins
Megi það aldrei hverfa mér úr minni að það er trú mín á Æðri Mátt sem leysir orkuna, sem býr innra með mér, úr læðingi. Í hvert sinn sem trú mín dofnar þá dofnar þessi orka. Ég bið þess að trú mín verði óskert, svo þessi orka – sem guð hefur fært mér og sem endurnýjast af trú minni á hana – megi ætíð vera til reiðu fyrir mig, sem uppspretta styrkleika míns.

Minnispunktur dagsins
Trú og traust endurnýjar þann kraft sem er guðs gjöf.

2.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Þegar ég var enn að spila, þá var ég þess fullviss að greind mín, ásamt viljastyrk, væri nægjanlegt til þess að hafa stjórn á hinu innra lífi mínu og tryggja mér farsæld í veröldinni. Þessi hugrakka og tilkomumikla heimspeki, þar sem ég lék guð, hljómaði vel en hún átti eftir að standast hina endanlegu þraut; hversu vel virkaði hún í raun? Ég þurfti ekki annað en að líta einu sinni í spegil til þess að fá svar við þeirri spurningu.

Er ég byrjaður að biðja guð, á hverjum degi, um styrk?

Bæn dagsins
Megi ég hætta að treysta á gömlu hjálpartækin, mína “yfirburða greind”, og hinn “mikla viljastyrk” til þess að stjórna eigin lífi. Ég trúði því að með þessa yfirburða hæfileika þá væru mér allir vegir færir. Megi ég ekki gleyma því, nú þegar sjálfs-mynd mín er að skýrast, að einungis með uppgjöf fyrir Æðri Mætti mun mér veitast sá kraftur sem ég þarfnast til þess að verða heill á ný.

Minnispunktur dagsins
Vera á varðbergi fyrir sjálfs-upphafningu.

1.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Það getur verið hjálplegt – fyrir þau okkar sem höfum glatað trúnni eða höfum kannski aldrei haft neina – einfaldlega að sætta okkur við, án fyrirvara og skilyrða, að til sé Æðri Máttur. Til að byrja með er ekki nauðsynlegt að hafa trú; við þurfum ekki að vera fullviss. Ef við byrjum á að sætta okkur við, þá munum við smám saman finna að það er til eitthvað jákvætt afl, sem hefur ætið verið til staðar, reiðubúið til þess að rétta okkur hjálparhönd.

Hef ég hleypt trúnni inn í líf mitt?

Bæn dagsins
Megi ég losa mig við þörfina á því að fá svör við hinum fjölmörgu “af hverju” og “hvers vegna” spurningum sem ég hef í sambandi við traust mitt á Æðri Mætti. Megi ég ekki reyna að draga fram vitsmunalegu hliðina á trúnni, því eðli hennar útilokar alla greiningu. Megi ég gera mér grein fyrir að hugarleikir voru eitt einkenna sjúkdómsins, þar sem ég – á lævísan hátt, að mér fannst – spann saman málsbætur við afsökun við réttlætingu. Megi mér lærast að sætta mig við og þá mun trúin fylgja í kjölfarið.

Minnispunktur dagsins
Á eftir sátt kemur trú og traust.