GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in November, 2018

Hugleiðing dagsins
GA prógramið sýnir okkur hvernig við getum umbreytt óskhyggju og óraunhæfum væntingum fyrri ára yfir í raunhæfar væntingar og sannrar skynjunar á tilgangi, samhliða aukinni meðvitund um kraft guðs í lífi okkar. Okkur er bent á að það sé í lagi að hefja huga okkar upp til skýjanna, bara svo fremi að við pössum okkur á því að hafa fæturnar á jörðinni. Því það er þar sem annað fólk er, það er á jörðinni sem við verðum að koma verkum okkar í framkvæmd.

?
Sé ég nokkuð ósamrýmanlegt á milli vitundar minnar um guð og gagnlegs lífs í núinu?

Bæn dagsins
Megi minn nýji “veruleiki” ekki einvörðungu innihalda daglegt amstur heldur einnig andlegan veruleika, aukna vitund um tilvist guðs. Megi þessi nýji veruleiki einnig hafa rými fyrir drauma mína – ekki fyrir óraunhæfar draumsýnir eða hugaróra fyrri tíma, heldur afurð heilbrigðs hugmyndaflugs. megi ég bera virðingu fyrir þessum draumum, byggja traustar undirstöður undir þá og nýta mér þá til gagnlegra verka.

Minnispunktur dagsins
Núverandi staður og stund getur verið hluti af himnaríki.

Hugleiðing dagsins
“Það sem þú átt getur virst lítilsvert; þú girnist svo miklu meira. Sjáið lítil börn reyna að ná sælgæti úr sælgætiskrukku. Ef þau fylla lófann þá ná þau ekki hendinni úr krukkuni og bresta í grát. En sleppi þau nokkrum molum þá losnar hendin. Það sama á við um þig, ekki láta óskir þínar og þrár draga þig í ógöngur” ritaði gríski heimspekingurinn Epictetus. Lát mig ekki vænta of mikils af neinum, sérstaklega ekki af sjálfum mér. Megi ég læra að sætta mig við minna heldur en ég óska mér að væri mögulegt og megi ég vera viljug/ur til þess að taka því og kunna að meta.

Er ég þakklátur fyrir allt sem áunnist hefur í mínu lífi fyrir tilstuðlan GA prógramsins?

Bæn dagsins
Megi ég grannskoða sjálfan mig í leit að þessum littlu þrám og löngunum sem hindra mig í að meta allt það sem ég hef. Ef ég bara gæti þjálfað sjálfa/n mig í að draga úr þessum uppblásnu væntingum og löngunum, ekki að búast ætíð við svo miklu, þá mun ég verða sterkari fyrir þegar slíkar væntingar og þrár bresta. Megi ég taka því með reisn sem Guðs náð hefur veitt mér.

Minnispunktur dagsins
Einungis ég get veitt mér “frelsi frá löngunum.”

Hugleiðing dagsins
Upprunalegi tilgangur okkar með þátttöku í starfi GA samtakanna var að takast á við eitt ákveðið vandamál, en við áttuðum okkur fljótt á því að við myndum ekki eingöngu finna frelsi frá fíkninni heldur einnig frelsi til þess að lifa lífinu lifandi – laus við ótta og vonbrigði. Okkur lærðist að lausnirnar kæmu innan frá. Ég get, með hjálp Æðri máttar, auðgað líf mitt, aukið þægindi þess, gert það ánægjulegra og fyllt það æðruleysi.

Er ég breytast úr því að vera minn versti óvinur yfir í minn besta vin?

Bæn dagsins
Megi ég lofa minn Æðri mátt fyrir frelsi mitt – frá spilafíkninni, frá andlegu gjaldþroti, frá einmannaleika, frá ótta, frá sveiflunum á milli stolts og niðurlægingar, frá örvæntingu, frá ranghugmyndum, frá yfirborðsmennsku, frá hyldýpinu.
Ég er þakklát/ur fyrir það líf sem hefur fært mér þetta frelsi og hefur fyllt tómarúmið með góðmennsku og hugarró.

Minnispunktur dagsins
Að vera þakklát/ur fyrir allt það frelsi sem mér hefur áskotnast.

Hugleiðing dagsins
Ég er farinn að að mæla árangur á algjörlega nýjan hátt. Árangur minn í dag er ekki bundinn við félagsleg eða efnahagsleg viðmið. Ég næ árangri í dag, sama hvað ég tek mér fyrir hendur, þegar ég nota þann mátt guðs sem býr innra með mér og leyfi sjálfum mér að verða opinn farveg fyrir birtingarmynd góðmennsku hans. Ég finn fyrir breyttu hugarfari, hugarfari árangurs sem birtist sem aukinn skilningur og víðsýni. sem skapandi hugmyndir og notadrjúg aðstoð – sem árangursrík nýting á tíma mínum og orku, og sem samstillt átak með öðrum.

Ætla ég að hafa í huga að innra með mér er afl, sem mér hefur verið gefið af guði, sem ég get nýtt til þess að ná árangri?

Bæn dagsins
Megi ég móta með mér nýjan skilning á árangri. Skilning sem byggist á þeim mælanlegu gæðum sem eiga rót í góðmennsku guðs. Ég get notið þeirra gæða með því einu að horfa inn á við. Megi ég gera mér grein fyrir því að einu tryggu gæðin eru gæði guðs, því þau eru ótæmandi. Megi ég líta til guðs ef mig skortir öryggi.

Minnispunktur dagsins
Andleg “velgengni” er mitt öryggi.

Hugleiðing dagsins
Ansi margir félagar í GA halda enn fast í gamlar hugmyndir og afstöðu, einfaldlega af ótta við varnarleysi ef þeir viðurkenni að hafa haft rangt fyrir sér. Sú hugsun að “gefa eftir” virðist enn vera ógeðfelld í hugum sumra okkar. En okkur lærist á endanum að sjálfsvirðingin og sjálfsálitið rýkur upp þegar okkur auðnast að halda aftur af eigin stolti og horfast í augu við sannleikann.
Allar líkur eru á þvi að þeir sem búa yfir sannri auðmýkt hafi sterkara og raunverulegra sjálfsálit heldur en þau okkar sem látum stoltið hlaupa með okkur i gönur.

Hindrar stoltið mig, annaðhvort læfíslega eða opinskátt, í því að veita tíunda sporinu ítarlega og viðvarandi athygli?

Bæn dagsins
Megi stoltið halda sig í skefjum, nú þegar ég hef fundið leið til þess að fylgja. Megi ég forðast hina kunnuglegu og eyðileggjandi hringrás stoltisins – eigingirnina – sem á það til að blása út úr öllu samhengi og fjara síðan út. Megi ég læra gildi þess að “gefa eftir.”

Minnispunktur dagsins
Stoltið er erki óvinur sjálfsvirðingar.

Hugleiðing dagsins
Trúnaðarmaður minn hvatti mig til þess að finna smá auðmýkt. Því ef þú gerir það ekki, sagði hann, þá ertu að auka stórkostlega hættuna á því að þú farir aftur að spila. Þrátt fyrir að hafa verið uppreisnargjarn alla mína ævi, þá fór ég að ráðum hans; ég byrjaði að reyna að temja mér auðmýkt, einfaldlega vegna þess að ég trúði því að það væri rétt. Ég vona svo sannarlega að sá dagur muni koma þegar megnið af uppreisnargirni minni verður minningin ein, að ég muni stunda auðmýkt einvörðungu vegna þess að ég líti á það sem leið til þess að lifa lífinu.

Er ég viljugur til þess að temja mér auðmýkt í dag, þó ekki væri nema í augnablik? Mun ég læra að þrá þá tilfinningu sem fylgir því að vera auðmjúkur?

Bæn dagsins
Þar sem ég – eins og svo margir spilafíklar – er uppreisnargjarn, megi ég þá gera mér grein fyrir því að ég þarf að átemja mér auðmýkt. Megi ég gera mér grein fyrir því að aðmýkt er ekki auðveld uppreisnargjörnum einstaklingum, hvort sem viðkomandi er þrjóskur, fastur á sínu, neikvæður að eðlisfari eða einfaldlega staðráðinn í því að breyta öllu öðru en sjálfum sér. Ég bið þess að með því að ástunda auðmýkt þá muni hún verða ósjálfráð fyrir mig.

Minnispunktur dagsins
Hógværð verði að vana.

Hugleiðing dagsins
Tvö orð lýsa allri framþróun og eru um leið mælistika framþróunarinnar; auðmýkt og ábyrgðarkennd. Því hefur verið haldið fram að hægt sé að mæla nákvæmlega allan okkar andlega þroska og uppbyggingu eftir fylgni okkar við þessa tvo staðla. Ég get ekki öðlast sanna auðmýkt nema með því að segja skilið við eigin sjálfhverfu og viðhalda sambandi mínu við minn Æðri mátt. Ég get ekki öðlast ábyrgðarkennd nema með þvi að ná tengingu við raunveruleikann.

Er ég heiðarleg/ur í viðleitni minni til þess að lifa samkvæmt þeim viðmiðum sem felast í auðmýkt og ábyrgðarkennd?

Bæn dagsins
Af öllum þeim góðu orðum og frösum og hugljómunum sem ég hef fengið að heyra, megi ég ætíð muna hvað best þessi tvö; auðmýkt og ábyrgðarkennd. Því þau eru hugsanlega þau erfiðustu að uppfylla – auðmýkt því það merkir að ég verð að losa mig við stoltið, ábyrgðarkennd því ég stundaði það að nota spilafíknina sem afsökun til þess að losna undan ölum skuldbindingum. Ég bið þess að geta rofið mitt gamla mynstur.

Minnispunktur dagsins
Auðmýktin kemur fyrst, síðan ábyrgðarkenndin.

Hugleiðing dagsins
Það er fátt “algilt” í Tólf sporum GA samtakanna. Okkur er í sjálfsvald sett hvar og hvernig við byrjum. Guð, eins og við skiljum hann, er hægt að skilgreina einfaldlega sem “Æðri mátt”; og fyrir mörg okkar var félagsskapurinn í GA okkar fyrsti “Æðri máttur.” Sú viðurkenning á skilgreiningunni á Æðri mætti er skiljanleg fyrir nýliðann í ljósi þess að flestir meðlimir GA samtakanna eru lausir undan oki spilafíknarinnar, oki sem nýliðinn er enn að kljást við. Slík viðurkenning er fyrsta skrefið í átt að auðmýkt. Hugsanlega er nýliðinn þar með í fyrsta sinn, í það minnsta viljugur, til þess að viðurkenna að hann eða hún sé ekki guð.

Er hegðun mín meira sannfærandi fyrir nýlíða heldur en orð mín?

Bæn dagsins
Megi ég skilgreina og uppgötva min eigin Æðri mátt. Eftir því sem sú skilgreining verður mér skýrari og nánari, megi ég forðast það að krefjast þess að minn skilningur sé sá eini rétti. Því hver og einn verður að finna sinn Æðri mátt. Ef nýliðanum finnst hann vera án guðs og einmanna, þá er hugsanlegt að kraftur GA félagsskaparins og hópsins dugi honum í bili. Megi ég aldrei gera lítið úr krafti félagsskaparins.

Minnispunktur dagsins
Máttur félagsskaparins getur verið Æðri máttur.

Hugleiðing dagsins
Meðvitað samband mitt við guð byggir einvörðungu á mér og minni löngun til þess að viðhalda því sambandi. Ég get notfært mér styrk guðs hvenær sem er; hvort ég nýti mér hann er mitt val. Sagt hefur verið að “Guð sé til staðar í öllum skepnum, en þær séu misvarar við nálægð hans.” Ég ætla að reyna að minna sjálfan mig á það, á hverjum
degi, hversu mikilvægt það sé að vera meðvitaður um áhrif guðs á líf mitt. Og ég ætla að reyna að þiggja hjálp hans í öllu sem ég geri.

Ætla ég að muna að guð veit hvernig á að hjálpa mér, að hann geti hjálpað mér, og að hann vilji hjálpa mér?

Bæn dagsins
Megi ég vera þess meðvitaður að kraftur guðs og friður eru óþrjótandi gnægtarbrunnur innra með mér. Ég get dregið mér fötu eftir fötu úr þeim brunni og hresst upp á líf mitt og hreinsað. Það eina sem ég þarf að leggja fram er fatan og reipið. Vatnið í brunninum er mitt – ókeypis, ferskt, græðandi og ómengað.

Minnispunktur dagsins
Brunnurin er guðs; ég kem með föturnar.

Hugleiðing dagsins
Eftir því sem við ástundum meiri sjálfsskoðun, þeim mun betur áttum við okkur á því hversu oft við brugðumst við á neikvæðan hátt vegna þess að “stolt okkar var sært.” Stolt mitt og dramb er rótin að flestum persónulegum vandamálum mínum. Þegar stolt mitt er “sært”, svo dæmi sé tekið, þá upplifi ég nánast undantekningarlaust gremju og reiði – stundum að því marki að ég er ófær um að tala eða hugsa skynsamlega. Þegar ég er í slíku tilfinningalegu feni, þá verð ég að minna sjálfan mig á að það er stolt mitt – og einvörðungu stoltið – sem hefur særst. Mér farnast best, á slíkri stundu, að reyna að slaka á og taka smá pásu uns ég er aftur fær um að vega og meta vandamálið á raunsæan hátt.

Þegar stolt mitt er sært eða því ógnað, mun ég þá biðja um auðmýkt svo ég geti risið upp yfir hið gamla sjálf?

Bæn dagsins
Megi ég vita að þó svo að stolt mitt sé sært þá þarf ekki að vera að ég hafi skaðast á nokkurn annan hátt. Megi ég vita að stolt mitt getur þolað ýmislegt og samt risið aftur sterkara en nokkru sinni áður. Megi ég vita að í hvert sinn sem stolt mitt verður fyrir höggi, þá er það allt eins líklegt til þess að verða illgjarnara, fara í meiri vörn, ósanngjarnara og hvassara. Megi mér lærast að setja hið uppskafða stolt mitt á sinn stað, þangað sem það verður ekki svo auðveldlega sært – eða svo viljugt til þess að eigna sér allan heiðurinn.

Minnispunktur dagsins
Auðmýkt er eina boðvaldið yfir stoltinu.