GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in January, 2019

21.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Sérhver manneskja er hluti af hinu dýrðlega hagkerfi. Við erum öll börn Guðs og það er ólíklegt að Hann taki eitthvert eitt okkar fram yfir annað. Við ættum því að þiggja sérhverja jákvæða Guðs gjöf af auðmýkt. Það er okkur nauðsynlegt að hafa ætíð í huga að neikvæðu viðhorfin, sem einkenndu okkur, voru forsenda þess að við gátum yfir höfuð þegið þá gjöf sem fólst í umbreytingunni yfir í jákvæð viðhorf.

Er ég sátt/ur við þá staðreynd að fíkn mín og sá botn sem ég komst á, eru sú trausta undirstaða sem andlegt heilbrigði mitt stendur á?

Bæn dagsins
Megi ég vita að frá og með þeirri stundu sem ég í fyrsta sinn viðurkenndi vanmátt minn, öðlaðist ég Guðlegan mátt. Hvert skref sem ég hef tekið frá þeirri uppgjafarstund, hefur verið skref í rétta átt. Þó svo að fyrstu skrefin séu oft knúin fram af örvæntingu, þá verð ég að gera mér grein fyrir því að til þess að öðlast nýja von þá verð ég fyrst að komast á þann stað að öll von virðist úti. Þrotinn af eigin vilja áður en ég get fundið fyrir ferskleika Guðsvilja.

Minnispunktur dagsins
Styrkur fylgir uppgjöf.

20.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég geri mér grein fyrir því að þegar ég leyfi sjálfum mér að velkjast um í vandamáli þá mun það bara versna. En ef ég dvel í lausninni þá munu aðstæður batna. Fjárhagserfiðleikar mínir í dag skipta mun minna máli þegar ég einbeiti mér að batanum og edrúmennsku frá fjárhættuspilum frekar en að eyða tímanum í að óska þess að ég væri laus við allar skuldir. Fyrri tálsýnir um skuldlaust ríkidæmi eru einmitt bara það; tálsýnir. Hamingja mín í dag reiðir sig á að ég sætti mig við þær skuldir sem ég hef stofnað til – og þær skynsamlegu áætlanir sem ég hef gert um endurgreiðslu þeirra.

Geri ég mér grein fyrir því að þolinmæði í þessum málum er stór þáttur í bata mínum?

Bæn dagsins
Megi ég muna að líf mitt tók yfirleitt ranga stefnu – og gerði það í mjög langan tíma. Bati minn mun fylgja svipuðum farvegi, bara í öfuga átt, með því að taka yfirleitt rétta stefnu – í mjög langan tíma.

Minnispunktur dagsins
Annmarkar mínir eru bara viðvarandi ef ég leyfi þeim að doka við.

19.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Það var mun auðveldara fyrir mig að viðurkenna vanmátt minn gagnvart fjárhættuspili heldur en það var að viðurkenna þá hugmynd að einhverskonar Æðri Máttur gæti gert það fyrir mig sem ég var ófær um sjálfur. Bara með því að leita mér hjálpar og þiggja félagsskap annarra, sem voru í sömu sporum og ég, gerði það að verkum að spilaþráin hvarf. Og ég fór að átta mig á því að fyrst ég var farinn að gera það sem mér ómögulegt að gera upp á eigin spýtur hér áður fyrr, þá hlyti ég að vera farinn að njóta hjálpar frá utanaðkomandi Mætti sem er greinilega sterkari en ég.

Hef ég látið vilja minn og líf í hendurnar á guði?

Bæn dagsins
Megi guð þurrka út hið hrokafulla stolt sem hindrar mig í að hlusta á hann. Megi óheilbrigð þörf mín fyrir fjárhættuspil og stuðning minna nánustu breytast í traust á guði. Því einungis fyrir tilstuðlan slíks trausts og þörf fyrir Æðri Mætti mun mér takast að finna eigin umbreytingu.

Minnispunktur dagsins
Traust mitt liggur hjá guði.

18.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Ef við erum staðráðin í því að hætta að stunda fjárhættuspil, þá megum við ekki gera það með einhverjum fyrirvörum, né heldur einhverri dulinni hugmynd um að þessi þráhyggja – sem spilafíkn er – muni einn góðan veðurdag læknast af sjálfu sér. Endurreisn okkar á sér rætur í hinum stórkostlegu þversögnum Tólf Sporanna; styrkur kemur frá algjörri uppgjöf og glötun fyrra lífs er grundvöllur þess að finna nýtt.

Hef ég sannfærst um að að vald spretti af valdleysi? Er ég fullviss um að með því að hætta að stjórna lífi mínu og vilja þá muni ég öðlast frelsi ?

Bæn dagsins
Megi ég kynnast styrk í gegnum vanmátt, sigur í gegnum ósigur, upprisu í gegnum niðurbrot. Megi mér lærast að kveða niður dulið stolt um að ég “geti gert þetta upp á eigin spýtur.” Lát almáttugan vilja guðs drekka í sig og stjórna vilja mínum.

Minnispunktur dagsins
Sleppa tökunum og treysta guði.

17.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Mér hefur ítrekað verið sagt að ég verði að vinna stöðugt í því að losna við mínar gömlu hugmyndir. Stundum hef ég hugsað með mér;”Það er auðvelt fyrir þig að segja svona.” Alla mína æfi hef ég verið eins og vélmenni; ákveðin áreiti kölluðu á fyrirrfram gefin viðbrögð. Hugur minn á það enn til að bregðast við eins og vélmenni, en mér er að lærast að eyða út gömlu “forritunum” og hreinlega endurforrita sjálfan mig.

Er ég algjörlega fús til þess að losa mig við mínar gömlu hugmyndir? Er ég óttalaus og nákvæmur á hverjum degi.?

Bæn dagsins
Hálpa mér að fara yfir, á hverjum degi, hinar nýju og heilbrigðu hugsanir sem ég hef tamið mér og að losa mig við þær gömlu án eftirsjár og söknuðar. Því ég hef vaxið frá þessum gömlu hugmyndum, sem eru jafn slitnar og lúnar og gamalt skópar. Nú, þegar ég sé þær í réttu ljósi, þá sé ég að þær eru götóttar og hriplekar.

Minnispunktur dagsins
Prógramið forritar okkar upp á nýtt.

16.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Þegar við komum fyrst í GA, hvort sem það var fyrir okkur sjálf eða vegna þrýstings frá öðrum, þá voru sum okkar með varann á gagnvart þessari hugmynd um “uppgjöf.” Að viðurkenna ósigur var á skjön við allt sem við höfðum tamið okkur og trúað á. Sum okkar hugsuðu um baráttuna við Breta um fiskveiðlögsöguna, aðrir um baráttu íslenskra sjómanna. Okkur fannst því, til að byrja með, tilhugsunin um uppgjöf vera óhugsandi.

Er ég farinn að trúa því í einlægni að einungis með algjörum ósigri muni mér takast að stíga fyrsta skrefið í átt að frelsi og styrk? Eða hangi ég enn á einhverjum fyrirvörum gagnvart grundvallaratriðinu “að sleppa takinu og treysta guði”?

Bæn dagsins
Megi ég trúa því heilshugar að leiðin til æðruleysis hefst með algjörri uppgjöf. Máttur er leiðin að æðruleysi. Því ég get orðið heill í Honum sem hefur máttinn til þess að gera mig heilan á ný. Megi ég losa mig við alla löngun til þess að “þrauka” og viðurkenna aldrei ósigur. Megi mér takast að gleyma spakmælinu sem segir að aldrei skuli maður “gefast upp” og átta mig þess í stað á að slíkt stolt gæti hindrað bata minn.

Minnispunktur dagsins
Heill – fyrir tilstuðlan Hans.

15.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég má aldrei gleyma því hver ég er og hvað ég sé og hvaðan ég komi. Ég verð að muna eðli þess sjúkdóms sem ég geng með og hvernig líf mitt var áður en ég kynntist GA samtökunum. Ég ætla að reyna að halda þessum minningum á lífi, en þó ekki þannig að ég velti mér upp úr fortíðinni á einhvern sjúklegan hátt. Ég ætla ekki að hræðast að njóta þess sem er fagurt og trúa því að eins og ég gefi af mér til annarra svo muni aðrir gefa af sér til mín.

Má ég við því að gleyma því hvernig lífið var, jafnvel bara í eina mínútu?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma þeim þjáningarfullu dögum þegar spilafíknin var við völd. Megi ég aldrei gleyma því að þessir sömu dagar bíða mín ef ég hverf aftur til fyrra lífs. Megi tilhugsun um fyrri tíma einungis þjóna þeim tilgangi að styrkja mig og aðra í kringum mig, sem eru í sömu stöðu. Kæri guð, forða mér frá því að rifja upp fyrri tíma, einvörðungu til þess að grafa upp svæsnustu söguna fyrir GA félagana. Ég verð að vera á varðbergi gagnvart þeirri þrá minni að vera miðpunktur athyglinnar.

Minnispunktur dagsins
Ég afreka meira þegar ég er ekki “afreksmaðurinn.”

14.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég viðurkenndi að ég gæti ekki unnið stríðið gegn fjárhættuspilum upp á mitt einsdæmi. Því fór ég að gera mér grein fyrir þeirri mikilvægu staðreynd að traust á æðri mátt gæti hjálpað mér að yfirstíga það sem ætíð hafði virst óyfirstíganlegt. Ég hætti þessum stöðuga flótta. Ég hætti þessari stöðugu baráttu. Í fyrsta skipti á æfinni tók ég upp á því að sætta mig við – viðurkenna. Og í fyrsta skipti á ævinni fór ég að finna fyrir algjöru frelsi.

Geri ég mér grein fyrir því að það skiptir engu máli í hvernig skóm ég er ef ég er á sífelldum flótta?

Bæn dagsins
Megi ég kynnast því frelsi sem fylgir uppgjöf fyrir æðri mætti – þeirri mikilvægu tegund uppgjafar sem þýðir ekki “að gefast upp” heldur “að gefast undir” vilja guðs. Líkt og flóttamaður á flótta frá trúarreglu, megi ég hætta að felast, víkja mér undan, flýja. Megi ég finna það frelsi sem felst í uppgjöfinni, í þeirri vitneskju að guð vill að ég verði heill og heilbrigður og að hann muni vísa mér veginn.

Minnispunktur dagsins
Uppgjöf fyrst, síðan æðruleysi.

13.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
GA prógramið og félagar mínir í samtökunum hafa útvegað mér ný tæki og tól til þess að takast á við lífið. Ef ég notfæri mér þessi tæki og tól af vandvirkni og reglulega, þá munu þau hjálpa mér að losna við neikvæðar tilfinningar eins og sektarkennd, kvíða, uppreisn og stolt.

Þegar ég finn til depurðar, nota ég þá þau tæki sem hafa reynst árangursrík? Eða bít ég á jaxlinn og þjáist í þögn?

Bæn dagsins
Ég lofa minn æðri mátt fyrir að hafa gefið mér þau tæki, sem hjálpa mér að ná bata, þegar ég loks viðurkenndi vanmátt minn gagnvart fjárhættuspilum og laut vilja guðs, eins og ég skildi hann. Ég þakka fyrir tólf sporin og fyrir félagsskap samtakanna, sem geta hjálpað mér að sjá sjálfan mig eins og ég raunverulega er. Ég þakka fyrir orðin og frasana sem verða, þegar skilningur okkar á þeim eykst, gunnfánar okkar þegar við fögnum því að eiga líf án spilafíknar.

Minnispunktur dagsins
Breiðið út orðin og frasana sem leiða til bata.

12.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Þegar ég sest niður og gef mér tíma til þess að bera saman hvernig líf mitt er í dag og svo hvernig það var þegar ég var enn að spila, þá er munurinn ótrúlegur. En lífið er ekki alltaf dans á rósum; sumir dagar eru mun betri en aðrir. Ég á það til að sætta mig betur við slæmu dagana á andlegan og vitsmunalegan hátt frekar en á tilfinningalegan. Það eru engin augljós svör til, en hluti af lausninni liggur greinilega í stöðugri viðleitni til þess að lifa samkvæmt sporunum tólf.

Sætti ég mig við að minn æðri máttur leggur aldrei á mig þyngri byrðar en ég ræð við – einn dag í einu?

Bæn dagsins
Megi ég sækja styrk í þá vitneskju að guð leggur aldrei meira á okkur en við getum borið. Að ég geti ætíð, á einhvern hátt, þolað núverandi þrautir, en raunir heillar æfi, samanþjappaðar í eina hörmungar stund, myndu örugglega gera út af við mig. Guði sé þökk að hann leggur aldrei meiri þrengingar á okkur en við ráðum við. Megi ég muna að þjáningar gefa af sér sálarþrek.

Minnispunktur dagsins
Sársauki stundarinnar er þolanlegur.