GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in February, 2019

Hugleiðing dagsins
Eyði ég orku og tíma í að kljást við aðstæður sem eru í raun ekki þess virði? Er ég eins og Don Kíkóti að ímynda mér að vindmyllur séu stórhættulegir risar, sem ég berst við þar til allur vindur er úr mér? Í dag ætla ég að hindra ímyndunarafl mitt í að gera úlfalda úr mýflugu, gera eitthvað smávægilegt að stóru máli. Ég ætla að reyna að sjá aðstæður eins og þær eru og einungis veita þeim þá athygli og það gildi sem þær í raun eiga skilið.

Er ég byrjaður að trúa því ,sem segir í öðru reynslusporinu, að máttur mér æðri geti komið mér til þess að hugsa og lifa eðliega á ný?

Bæn dagsins
Guð hjálpi mér að sjá hlutina í réttu samhengi. Hjálpaðu mér að forðast að upphefja smávægileg vandamál, að leggja of mikla merkingu í hversdagslegar samræður, að búa til fjall úr steinvölu. Hjálpaðu mér að hemja ótta minn svo hann bólgni ekki út eins og púkinn á fjósbitanum. Hjálpaðu mér að endurheimta gildismat mitt, sem brenglaðist þegar ég var virkur spilafíkill.

Minnispunktur dagsins
Heilbrigð dómgreind er að sjá hlutina í réttu samhengi.

Hugleiðing dagsins
Eftir því sem heilsa okkar batnar og þörfin fyrir spilamennsku minnkar, förum við að sjá margt í nýju ljósi. Mörg okkar hafa áttað sig á að reiði getur tekið á sig margar birtingarmyndir; óþolinmæði, kaldhæðni, vantraust, kvíði, öfund, tortryggni, óánægja, sjálfsvorkun, meinfýsni, vantraust og afprýði. Þegar innsæi okkar eykst förum við að sjá hversu oft reiði er undirrótin að óþægilegri og eirðarlausri tilfinningalegri líðan okkar. Slíkt innsæi hjálpar okkur að skilja reiðina og finna leiðir til þess að kljást við hana.

Leyfi ég tilfinningum mínum að bera mig ofurliði?

Bæn dagsins
Megi augu mín opnast fyrir þeirri staðreynd að reiði, líkt og meistari dulargervis, hefur margar birtingarmyndir og mörg andlit. Megi ég afhjúpa hin mörgu gervi reiðinnnar og þekkja hana eins og hún í raun er.

Minnispunktur dagsins
Reiði á sér mörg gervi.

Hugleiðing dagsins
Þegar við heyrum einhvern segja eitthvað í fljótfærni eða andstyggilegt, þá segjum við stundum að viðkomandi “sé ekki með sjálfum sér”, í þeirri merkingu að sá hinn sami hafi gleymt sér í í skyndilegri og ósjálfráða bræði. Ef ég hef ætíð hugfast hvernig manneskja ég vill vera þá mun ég vonandi ekki “vera ekki með sjálfum mér” og láta undan augnabliks reiðikasti. Ég mun trúa því að hið jákvæða sigri ætíð hið neikvæða; hugrekki yfirvinni ótta – þolinmæði yfirvinni reiði og pirring: kærleikur yfirvinni hatur.

Leitast ég ætíð eftir framförum?

Bæn dagsins
Í dag bið ég guð, honum sem allir vegir eru færir, um að hjálpa mér að umbreyta neikvæðni yfir í jákvæðni – reiði í athafnasemi, ótta í tækifæri til þess að vera hugrakkur, hatri í kærleika. Megi ég gefa mér tíma til þess að rifja upp slík tilvik þar sem jákvætt hlaust af neikvæðu. Efst í huga mér er kraftaverk guðs; frelsi mitt frá ánauð spilafíknar.

Minnispunktur dagsins
Umbreyta neikvæðu yfir í jákvætt.

Hugleiðing dagsins
Í GA lærist okkur að við refsingin bitnar á okkur ef við ætlum að refsa öðrum. Ef ég leyfi mér að fá útrás fyrir bræði mína, hversu réttlát sem hún kann að vera, með því að hefna mín, þá skilur það eftir sig dreggjar biturðar og sásauka. Slíkt var hluti af tilbreytingarlausu lífi mínu áður en ég kynntist GA. En í því nýja lífi sem ég hef öðlast þá hugsa ég lengra fram í tímann og horfist í augu við tilfinningar mínar, viðurkenni þær og sleppi þar af leiðandi takinu á þeim.

Hefur ásakandi hróp mitt gert það að verkum að rödd guðs heyrist ekki?

Bæn dagsins
Megi ég forðast samskipti sem felast í því að uppnefna og brjóta niður viðmælanda minn. Ef ég reiðist, megi mér þá auðnast beina reiði minni að því sem viðkomandi gerði, ekki hvernig persóna hann er. Megi ég forðast að gera lítið úr manneskjunni né heldur að gera grín að skapgerðaeinkennum hennar. Megi ég treysta guði til þess að leiðbeina mér.

Minnispunktur dagsins
Að takast á við reiði á viðeigandi hátt.