Hugleiðing dagsins
Okkur er kennt að “trú án trúariðkunar er hjómið eitt.” Þetta á vel við um okkur spilafíklana. Því ef okkur tekst ekki að bæta eða auka hina andlegu hlið okkar, með vinnu og fórn fyrir aðra, þá munum við ekki þrauka þá erfiðleika og þær lægðir sem framtíiðin ber óhjákvæmilega í skauti sér. Ef við stundum ekki GA prógramið þá munum við á endanum byrja aftur að stunda fjárhættuspil; og ef við byrjum aftur að spila þá mun það að öllum líkindum leiða okkur til dauða. Þá mun trú okkar svo sannarlega verða hjómið eitt.

Trúi ég því, fyrir tilstilli trúar minnar, að ég geti – á minn einstaka hátt – verið gagnlegur þeim sem enn þjást af sjúkdómnum?

Bæn dagsins
Megi trú mín á minn Æðri Mátt og á áhrif GA samtakanna margfaldast innra með mér þegar ég kem boðskapnum áfram til þeirra sem eru að losa sig við spilafíknina. Megi ég vera þess fullviss að það að hjálpa öðrum sé ekki einvörðungu það að endurgjalda greiðann, heldur sé það eina leiðin sem ég þekki til þess að auka við andlegan þroska minn og bindindi.

Minnispunktur dagsins
Trú mín mun vaxa eftir því sem ég gef meira af henni.