GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in October, 2019

Hugleiðing dagsins
Dag Hammerskjold ritaði eftirfarandi;
“Þú getur ekki leikið þér að dýrinu innra með þér án þess að verða samdauna því, leikið þér að ósannindum án þess að fyrirgera rétti þínum til sannleikans, leikið þér að grimmd án þess að tapa tilfinninganæmni hugans. Sá sem vill halda garði sínum snyrtilegum tekur ekki frá reit fyrir illgresið.”
Ef ég ætla mér að halda mínum garði snyrtilegum þá verð ég ætíð að muna að skilja ekki eftir reit þar sem illgresið fær vaxið, að öðrum kosti gæti það komið mér um koll seinna meir. Með því að koma mér í aðstæður þar sem freistingar eru á hverju strái, fylgjast með útdrætti í Lottó eða niðurstöðum leikja á Lengjunni eða fara inn á spilastaði, þá gæti það skapað vaxtarskilyrði fyrir illgresið í huga mér.

Geri ég mér grein fyrir því að ef ég fæ skyndliega í hendurnar fjármagn, sem ég er ekki ábyrgur fyrir, þá kallar það einvörðungu á skjótan og hraðan vöxt illgreisis?

Bæn dagsins
Megi ég nota meira af tíma mínum til þess að huga að og hlynna það sem veitir mér hamingju, gleði, frið og æðruleysi, frekar en að eyða tíma mínum í að skapa vaxtarskilyrði fyrir eymd, sársauka og þjáningar. Megi ég ekki gleyma því að slíkt illgresi bíður ætíð færis að vaxa og dafna, ef ég sofna á verðinum.

Minnispunktur dagsins
Við uppskerum eins og við sáum.

Hugleiðing dagsins
Ég hef leitað alla mína æfi að því sem myndi færa mér hamingju, á mörgum stöðum og í rólegheitum og í asa. Oftast nær valdi ég auðveldu leiðina en niðurstaðan olli ætíð vonbrigðum. Ég hóf ætíð leitina á ný – með því að velja einhverja aðra auðvelda leið. Ég hélt að ég væri að stytta mér leið en í stað þess þá bar mig langt af leið. Þegar ég svo loks kom til GA samtakanna, þá var það í raun eini færi vegurinn fyrir mig.

Er ég viss um að ég sé á réttri leið, þrátt fyrir einstaka hraðahindranir og holur sem verða á vegi mínum? Fer ég GA leiðina af fúsum vilja?

Bæn dagsins
Í dag vakna ég og á val. Munu gjörðir mínar og hugsanir leiða mig á braut falls eða mun ég velja btaleiðina, með framkvæmd? Megi ég biðja minn Æðri mátt um um leiðsögn, því ég er ekki lengur áttavitinn í minu lífi. Megi vegvísar mínir verða einstaka bros, sem kemur frá hjartanu og skýr hugur sem getur loks skynjað lífi eins og það er í raunveruleikanum. Megi mín eigin gleði verða svarið við “hef ég valið réttu leiðina?”

Minnispunktur dagsins
Kraftaverk varða framfarir okkar. Hver getur beðið um meira?

Hugleiðing dagsins
Mér hættir til, án þess að vera þess meðvitaður, að setja viðmið/markmið fyrir aðra félaga í GA prógraminu. Og það sem verra er, ég vænti þess að þessum markmiðum sé náð. Ég geng jafnvel svo langt á stundum að ákveða hvaða framförum aðrir eigi að ná í þeirra bata, og hvernig þeirra viðhorf og hegðun eigi að breytast. Það er því ekki að undra að þegar hlutirnir ganga ekki eins fyrir sig og ég ætlaði, að ég verð argur og jafnvel reiður. Ég verð að læra að láta guð sjá um annað fólk. Ég verð að læra að gera hvorki kröfur til né gera væntingar um breytingar hjá öðrum og einbeita mér einvörðungu að mínum eigin göllum. Því þegar allt kemur til alls, þá get ég ekki vænst fullkomnunar hjá öðrum – frekar en ég get vænst hennar hjá sjálfum mér.

Get ég nokkurn tíma orðið fullkominn?

Bæn dagsins
Megi guð biðja mig um að stíga samstundis niður ef ég tek upp á því að klífa einhvern af eftirfarandi stöðum; í ræðupúltið sem alvitur fræðimaður, upp á kassan sem leiðtoginn sem ætlar að breyta heiminum, í predikunarstól sem alheilagur sendiboði frá guði, í dómarasætið sem sjálfskipaður dómari. Megi guð halda mér frá öllu framangreindu og hjálpa mér að viðhalda auðmýktinni.

Minnispunktur dagsins
Þung hönd er ekki hjálparhönd.

Hugleiðing dagsins
Margir þeirra sem við kynnumst í GA virðast ljóma – af gleði yfir lífinu sem endurspeglast í andliti þeirra og öllu þeirra atferli. Þeir hafa sagt skilið við spilafíknina og framþróun þeirra er komin á það stig að þeir eru “hátt uppi” af sjálfu lífinu. Sjálfsöryggi þeirra og eldmóður eru smitandi – sérstaklega fyrir nýliðana í GA. Nýliðum finnst ótrúlegt að þessir glöðu og hressu GA félagar hafi einhvern tíma haft þrúgandi áhyggjur og byrðar. Kraftaverkið sem saga þeirra sýnir er lifandi sönnun þess að prógramið virkar.

Nýtist framþróun mín í GA prógraminu sem skilaboð til annarra?

Bæn dagsins
Ég bið að mín eigin umbreyting, fyrir tilstuðlan GA prógramsins – frá þungum byrðum yfir í engar byrðar, frá niðurlútum yfir í uppreistan, kærulausum yfir í kærleiksríkan, frá ofsóttum af fjárhættuspilum yfir í frjálsan frá fjárhættuspilum – verði eins mikil hvatning fyrir nýliða og stórbrotin umbreyting í lífi annarra var fyrir mig. Megi ég – á sama hátt og aðrir kátir félagar í GA – læra hvernig það sé að vera “hátt uppi” af lífinu.

Minnispunktur dagsins
Lífið sjálft er besta víman.

Hugleiðing dagsins
Það kemur fyrir, þegar ég fer með æðruleysisbænina aftur og aftur, að hún tapar merkingu sinni. Ég reyni því að hugsa um merkingu hverrar setningu þegar ég fer með bænina, hvort sem það er í hljóði eða upphátt. Þegar ég einblíni svona á innihaldið þá eykst skilningur minn samhliða getu minni til þess að skilja muninn á því sem ég get breytt og því sem ég get ekki breytt.

Átta ég mig á því að mestu framfararnir í mínu lífi munu koma þegar ég næ að breyta viðhorfi mínu og hegðun?

Bæn dagsins
Megi minn æðri máttur sýna mér fram á nýja og dýpri merkingu í æðruleysisbæninni í hvert sinn sem ég fer með hana. Megi ég sjá betur og betur þann sannleik sem hún hefur að geyma, þegar ég beiti henni á mismunandi aðstæður og samskipti í lífi mínu. Megi ég átta mig á að æðruleysi, hugrekki og vit eru það eina sem ég þarf til þess að takast á við lífið, en um leið að ekkert af þessu hefur gildi nema það grundvallist á trausti mínu á minn æðri mátt.

Minnispunktur dagsins
Uppskrift guðs fyrir lífið; æðruleysi, hugrekki og vit.

6.október

No comments

Hugleiðing dagsins
Með tímanum, þegar við höfum sótt GA fundi í einhvern tíma, verðum við fær um að þekkja þá GA félaga sem virðast hafa ofgnótt af æðruleysi. Við drögumst að slíku fólki. Okkur til furðu þá kemur það fyrir að þeir sem virðast hvað þakklátastir fyrir blessun dagsins eru þeir sem eru að takast á við erfiðustu, samfelldu vandamálin heima fyrir eða í vinnunni. Samt hafa þeir hugrekki til þess að snúa sér frá slíkum vandamálum og leggja virka ástundun á lærdóm og að hjálpa öðrum í GA prógraminu. Hvernig hafa þeir öðlast slíkt æðruleysi? Það hlýtur að vera vegna þess að þeir treysta minna á sjálfan sig og eigin takmörkuðu ráð og leggja traust sitt á sinn æðri mátt.

Er ég að öðlast æðruleysi? Eru gjörðir mínar farnar að endurspegla mína innri trú?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei hætta að fyllast lotningu yfir því æðruleysi sem ég verð vitni að hjá öðrum GA félögum – æðruleysi sem endurspeglar fyrirhafnarlausa uppgjöf þeirra gagnvart æðri mætti. Megi ég draga þann lærdóm af þeim að hugarró er möguleg jafnvel frammi fyrir erfiðum vandamálum. Megi ég og draga þann lærdóm að ég verð, endrum og sinnum, að snúa mér frá vandamálum mínum og nýta mér það guðs-gefna æðruleysi sem er til staðar innra með mér.

Minnispunktur dagsins
Æðruleysi er að sætta sig við fyrirætlan guðs.

5.október

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég fann æðri mátt, sem ég kýs að kalla guð, fljótlega eftir að ég kom í GA samtökin. Ég trúi því að minn æðri máttur sé almáttugur; ef ég held mig í nálægð við hann og hegða mér samkvæmt vilja hans, þá uppfyllir hann ekki langanir mínar heldur þarfir. Ég hef smám saman horfið frá því að vera sjálfhverfur og farið að leiða hugann að því hvað ég geti gert til þess að hjálpa öðrum og hvað ég geti lagt af mörkum til lífsins.

Er ég, eftir því sem ég verð meðvitaðri um nærveru guðs, farinn að losna undan sjálfhverfum ótta mínum?

Bæn dagsins
Megi ég sjá að stærsta augljósa breytingin á sjálfum mér – jafnvel stærri en minn innri friður – er að ég hef látið allar varnir niður falla og stend berskjaldaður gagnvart umheiminum. Ég er aftur orðinn þátttakandi í lífinu, er á meðal fólks, hef áhuga á lífi annarra, örlög þeirra skipta mig máli. Megi ég finna gleði mína á ný hér í raunveruleikanum á meðal fólks, nú þegar ég hef sagt skilið við ótta minn og ranghugmyndir mínar varðandi sjálfan mig.

Minnispunktur dagsins
Hvers virði er lífið ef annarra nyti ekki við?

Hugleiðing dagsins
Við erum vanmáttug gagnvart fjárhættuspilum; sú viðurkenning kom okkur inn í GA samtökin, þar sem okkur lærðist í gegnum óskilyrta uppgjöf, að það felst sigur í því að gefast upp. Í 12. spors vinnu lærum við að við eruk ekki einungis vanmáttug gagnvart okkar eigin fíkn heldur líka gagnvart fíkn annarra. Við getum ekki, með viljann einan að vopni, haldið öðrum spilafíklum frá fjárhættuspilum, ekkert frekar en við getum hindrað sólina að setjast með viljastyrk. Við getum hlúð að líkamlegum eða tilfinningalegum þörfum annarrar manneskju; við getum deilt með viðkomandi, grátið með honum og tekið hann með okkur á fundi. Það sem við getum ekki er að teygja okkur inn í huga hans og ýtt á einhvern galdrahnapp sem fær hann eða hana til þess að stíga þetta mjög svo mikilvæga Fyrsta Spor.

Reyni ég stundum að leika Guð?

Bæn dagsins
Megi ég skilja þessa mjög svo mennsku þörf fyrir að stjórna, að ráða, að vera sá sem veit allt best – meira að segja í auðmýkjandi málefni eins og minni eign fíkn. megi ég sjá hversu auðvelt það er að verða Tólfta Spors stórlax. megi ég líka sjá að sama hversu kært mér er um eða fús til að hjálpa, þá get ég ekki haft stjórn á fíkn annarrar manneskju – ekkert frekar en að önnur manneskja getur haft stjórn á minni fíkn.

Minnispunktur dagsins
Ég get ekki stjórnað bata annarra.

3.október

No comments

Hugleiðing dagsins
GA hefur kennt mér að ég er algjörlega vanmáttugur gagnvart spilafíkn. Loksins hef ég viðurkennt vanmátt minn; útkoman er að líf mitt hefur tekið algjörum stakkaskiptum, til hins betra. Ég hef samt sem áður ákveðinn mátt, fenginn frá guði, til þess að breyta minu lífi. Mér hefur lærst að sátt þýðir ekki undirgefni gagnvart ónotalegri eða niðurlægjandi aðstöðu. Sáttin felst í því að viðurkenna þann raunveruleika sem ástandið felur í sér og ákveða síðan hvað, ef eitthvað, ég geti og vilji gera varðandi þetta tiltekna ástand.

Hef ég hætt að reyna að stjórna því sem er óstýranlegt? Er ég að öðlast hugrekki til þess að breyta því sem ég get breytt?

Bæn dagsins
Ég bið minn æðri mátt um leiðbeiningar nú þegar ég er að læra að greina á milli þess sem ég get breytt og þess sem ég hef engin áhrif yfir, því þessi aðgreining krefst vissulega giðdómlegrar visku. Megi “sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt” ekki verða til þess að gefa mér afsökun til þess að gera ekki neitt. Megi “breyta því sem ég get breytt” ekki verða til þess að ég fari að reyna að stjórna lífi annarra. Megi ég byrja að skilja minn eigin raunveruleika.

Minnispunktur dagsins
Sátt er ekki sama og aðgerðarleysi. Breyting er ekki sama og stjórnsemi.

2.október

No comments

Hugleiðing dagsins
Heil lífsheimspeki felst í ensku orðunum “Live and Let Live.” Í þessari setningu felst að við erum í fyrstu hvött til þess að lifa lífinu til fulls, ríkulega og af hamingju – að upplifa örlög okkar með þeirri gleði sem hlýst af því að gera vel hvað svo sem við tökum okkur fyrir hendur. Síðan kemur erfiðari þraut; Let Live. Í því felst að sætta sig við að aðrir hafi rétt til þess að lifa sínu lífi eins og þeir kjósa, án gagnrýni eða fordóma af okkar hálfu. Þessi heimspeki útilokar fyrirlitningu af okkar hálfu gagnvart þeim sem hugsa ekki eins og við. Í henni felst einnig viðvörun gagnvart gremju og minnir okkur á að túlka ekki gjörðir annarra sem persónulega áraás.

Er ég byrjaður að losna undan þeirri freistni að pæla í því hvað annað fólk gerir og segir ?

Bæn dagsins
Megi ég lifa lífinu til fulls, gerandi mér grein fyrir því að það að sökkva sér niður í leit að ánægju er ekki trygging fyrir ánægju og að góðmennska guðs er til skiptanna. Megi ég eiga hlutdeild í henni. Megi mér lærast að taka ekki ábyrgð á gjörðum annarra; slíkt væri stjórnsemi, að reyna að vera stjórnandi í lífi annarra.

Minnispunktur dagsins
Live and Let Live