GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in December, 2019

Hugleiðing dagsins
Guð gefi mér ÆÐRULEYSI til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt; KJARK til þess að breyta því sem ég get breytt; og VIT til að greina þar á milli – einn dag í einu; með sátt við harðræðið sem leiðir til friðar; með því að taka hlutum eins og þeir eru, ekki eins og ég vildi að þeir væru; treystandi því að minn Æðri máttur muni laga það sem aflaga er ef ég bara fer að vilja hans.

Reyni ég eftir fremsta megni að tileinka mér þessa eiginleika – æðruleyi, kjark og vit – sem saman mynda grunninn að mínu nýja lifi?

Bæn dagsins
Megi ég líta um öxl á árið sem er að líða og sjá það sem gott ár, að því leyti að ekkert sem ég sagði eða gerði fór til spillis. Engin reynsla – hversu smávægileg sem hún kann að hafa virst – var án gildis. Óhamingja veitti mér getu til þess að geta metið hamingju, slæmar stundir kenndu mér að meta þær góðu; það sem ég taldi vera mínar veiku hliðar varð að strykleika. Ég þakka guði fyrir þann þroska og vöxti sem ég öðlaðist á árinu sem er að líða.

Minnispunktur dagsins
Vonin færist eignamegin í bókhaldi hins nýja árs.

Hugleiðing dagsins
Líf mitt, áður en ég kynntist GA samtökunum, var í engu frábrugðið lífi margra okkar sem voru illa leikin og þjáð af þeirri fíkn sem heltekur okkur. Ég var sjúkur og máttfarinn svo árum skiptir. Þegar ég svo á endanum varð þreyttur og uppgefinn á því að vera þreyttur og uppgefinn, þá loks gafst ég upp og fór að tileinka mér GA prógramið. Ég geri mér grein fyrir því núna að það var minn æðri máttur sem veitti mér hjálpina. Hjálpina sem fólst í þvi að líf mitt var orðið þess eðlis að ég varð að eignast nýtt líf.

Hefur GA prógramið hjálpað mér að finna það æðruleysi sem var mér áður hulið og ókunnugt?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir að minn Æðri máttur birtist ekki skyndilega í lífi mínu, líkt og einhver ókunnugur sem opnar dyr sem ég banka á. Þessi máttur hefur ætíð verið til staðar, samanber hversu oft ég hef með naumindum komist hjá stórslysi. Nú þegar ég hef fengið að kynnast mínum Æðri mætti betur þá átta ég mig á því að mér var bjargað – hugsanlega svo ég gæti hjálpað öðrum sem eru í sömu sporum og ég var í.

Minnispunktur dagsins
Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og í bata.

Hugleiðing dagsins
Mér hefur verið sagt að velgengni GA prógramsins felist að stórum hluta í þeirri viðleitni og vilja félaganna að leggja mikið á sig til þess að hjálpa öðrum sem eru að lkjást við spilafíkn. Ef þessi sama viðleitni mín og vilji dvín þá á ég á hættu að tapa því sem áunnist hefur. Ég verð að viðhalda vilja mínum til þess að deila með öðrum sem mér hefur áskotnast, því einvörðungu með því að deila auðnast mér að viðhalda.

Tek ég Tólf Sporin alvarlega? Hvaða Tólf Spora skilaboð hef ég sent frá mér í dag – annað hvort með beinni hjálp eða með fordæmi?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei vera of upptekinn til þess að svara ákalli um hjálp frá spilafíkli. Megi ég aldrei verða svo upptekinn af lífsgæðakapphlaupinu að ég gleymi því að áframhaldandi bati minn felist í þeirri hjálp – háltíma símtal, hittast augliti til auglitis, snæða saman hádegisverð, hvaðeina sem aðstæður krefjast og bjóða upp á. Megi ég vita hver forgangsröðin sé og eigi að vera.

Minnispunktur dagsins
Að hjálpa hjálpar mér.

Hugleiðing dagsins
Það gerist orðið æ oftar, eftir því sem bati minn eykst, að ég stend mig að því að vera í kyrrlátri bið eftir því að heyra í auðþekkjanlegri rödd míns æðri máttar. Sú rödd býr innra með mér. Að biðja er fyrir mig tvístefnugata – að svipast eftir og hlusta, að leyta og finna. Einn af uppáhaldstextum mínum úr biblíunni hljóðar svo; “Ver kyrr og vittu að ég er guð.”

Veiti ég mínum æðri mætti kyrrláta og kærleiksríka athygli, viss um að upplýst vitneskja um hans vilja muni birtast mér?

Bæn dagsins
Þar sem ég leytast við að kynnast mínum æðri mætti, megi ég þá öðlast vitneskju um bestu leiðina – fyrir mig – til þess að ná til hans og heyra. Megi ég byrja að skynja bænina, ekki bara að hlusta á hljóminn af eigin rödd. Megi ég skynja guðlegt eðli hans flæða yfir mig. Megi ég finna fyrir einingu með mínum æðri mætti.

Minnispunktur dagsins
Skynja kyrrð Guðs.

9.desember

No comments

Hugleiðing dagsins
Fyrir flest okkar, sem erum í GA samtökunum, er auðveldara að hugsa til þess að “við munum ekki spila í dag” frekar en að “heita” því að spila aldrei aftur. Að segja “ég ætla mér aldrei að spila aftur” er gjörólíkt því að segja “ég mun aldrei spila aftur.” Seinni setningin er þrungin sjálfsvilja; gerir ekki ráð fyrir þeirri hugmynd að hægt sé að fjarlægja þráhyggju okkar fyrir fjárhættuspilum með því að stunda 12 spora batastefnu GA – einn dag í einu.

Ætla ég að halda áfram baráttunni við andvaraleysi og gera mér grein fyrir því að ömurlegt líf geti verið handan næsta veðmáls?

Bæn dagsins
“Aldrei aftur” krefst full mikillar skuldbindingar, jafnvel fyrir þau sterkustu á meðal vor. Fortíð okkar er full af “aldrei aftur” og “mun aldrei”, loforðum sem voru brotin fyrir dögun næsta dags. Megi ég, í bili, einblína á að vera spilalaus bara í einn dag í einu.

Minnispunktur dagsins
Aldrei að segja “aldrei aftur.”

4.desember

No comments

Hugleiðing dagsins
Fyrir flest okkar, sem erum í GA samtökunum, er auðveldara að hugsa til þess að “við munum ekki spila í dag” frekar en að “heita” því að spila aldrei aftur. Að segja “ég ætla mér aldrei að spila aftur” er gjörólíkt því að segja “ég mun aldrei spila aftur.” Seinni setningin er þrungin sjálfsvilja; gerir ekki ráð fyrir þeirri hugmynd að hægt sé að fjarlægja þráhyggju okkar fyrir fjárhættuspilum með því að stunda 12 spora batastefnu GA – einn dag í einu.

Ætla ég að halda áfram baráttunni við andvaraleysi og gera mér grein fyrir því að ömurlegt líf geti verið handan næsta veðmáls?

Bæn dagsins
“Aldrei aftur” krefst full mikillar skuldbindingar, jafnvel fyrir þau sterkustu á meðal vor. Fortíð okkar er full af “aldrei aftur” og “mun aldrei”, loforðum sem voru brotin fyrir dögun næsta dags. Megi ég, í bili, einblína á að vera spilalaus bara í einn dag í einu.

Minnispunktur dagsins
Aldrei að segja “aldrei aftur.”

3.desember

No comments

Hugleiðing dagsins
Okkar forni óvinur; sjálfsviljinn – þrjóskan, reynir að villa um fyrir mér með réttlætingum eins og; Því á ég að treysta Guði? Hefur hann ekki gefið mér gáfur til þess að hugsa sjálfstætt? Ég verð að nema staðar þegar slikar hugsanir læðast að mér og gera mér grein fyrir því að ég hef aldrei getað náð markmiðum mínum, einvörðungu með því að treysta á sjálfan mig. Ég er ekki sjálfbjarga, né heldur veit ég öll svörin; bitur reynslan ein sýnir mér það.

Veit ég að ég þarfnast leiðsagnar Guðs? Er ég reiðubúinn til þess að taka við henni?

Bæn dagsins
Ég bið að eftir því sem einurð mín og bindindi vex og eykst, þá muni ég ekki draga úr trausti mínu á æðri mætti. Megi ég halda áfram að biðja minn æðri mátt um leiðsögn, jafnvel þegar mér virðist ganga allt í haginn. Megi ég gera mér grein fyrir að ég þarf jafnmikið á mínum æðri mætti að halda hvort sem mér gengur vel eða þager á bjátar.

Minnispunktur dagsins
Að vera sjálfum sér nógur er guðlaus flökkusaga.

2.desember

No comments

Hugleiðing dagsins
Eitt sinn er ég var á fundi, sem var haldinn í kirkju, sá ég steindan glugga er á stóð “Guð er kærleikur.” Af einhverri ástæðu þá skynjaði hugur minn þessi orð á eftirfarandi hátt; “Kærleikur er Guð.” Þegar ég leit í kringum mig á fundinum þá áttaði ég mig á því að hvorutveggja er rétt, því yfir fundinum sveif andi kærleiks og krafts. Ég ætla að halda áfram að leita uppi þennan kærleik og kraft, þar sem ég fylgi GA prógraminu, eins og líf mitt liggi við – sem það í raun gerir.

Þýðir lífið, fyrir mig, það að lifa lífinu í gleði og þægindum-á virkan hátt?

Bæn dagsins
Megi ég skynja þann kærleiksanda sem gefur bænum okkar styrk. Megi ég finna fyrir einingunni í þessu herbergi, þá samansöfnun kærleks sem gefur fundinum þann kraft sem hann býr yfir. Megi ég finna fyrir þeirri einstöku ást á æðri mætti, sem kærleikur okkar endurspeglar.

Minnispunktur dagsins
Kærleikur er Guð.