Hugleiðing dagsins
Sú sjálfsvorkun, sem við höfum öll fundið fyrir á einhverjum tímapunkti, er einhver ógeðfelldasta tilfinning sem hægt er að upplifa. Okkur hryllir við tilhugsuninni að viðurkenna fyrir annarri manneskju að við séum að velta okkur upp úr sjálfsvorkun. Það fer í okkar fínustu þegar okkur er bent á að það sjáist utan á okkur; við þrætum fyrir það og segjumst þjást af einhverju öðru; göngum jafnvel svo langt að fela – jafnvel fyrir okkur sjálfum – þá staðreynd að við séum að ganga í gegnum tímabil sem einkennist af “aumingja ég.” Á sama táknræna hátt erum við snillingar í að upphugsa tylft “réttmætra” ástæðna fyrir því að vorkenna sjálfum okkur.

Nýt ég þess stundum að nudda salti í eigin sár?

Bæn dagsins
Megi ég læra að þekkja og bera kennsl á eigin tilfinningar. Ef ég er ófær um að þekkja eigin tilfinningar, megi ég þá leita hjálpar hjá þeim sem þekkja hvað það er að vera í slíkum vandræðum. Megi ég vera í heilbrigðu sambandi við eigin tilfinningar, með því að halda sambandi við minn æðri mátt og aðra í GA samtökunum.

Minnispunktur dagsins
Vera í sambandi.