Hugleiðing dagsins
Þegar við erum ný í GA samtökunum þá er algengasta útgáfan af sjálfsvorkun þessi; “Grey ég! Af hverju get ég ekki spilað fjárhættuspil endrum og sinnum, eins og annað fólk. Af hverju ég?” Ef við leyfum svona kjökri að grafa um sig þá er það bara ávísun á eitt – við tökum upp fyrii iðju og við tekur sama ömurlega lífið og áður en við komum í GA. Þegar við höfum stundað prógramið í einhvern tíma þá áttum við okkur á að “ég” er ekki einn á báti, við kynnumst fólki úr öllum geirum þjóðfélagsins, sem eru að upplifa nákvæmlega það sama og við.

Er ég að missa áhugann á hinum gamalkunna pytti sjálsmeðaumkunnar?

Bæn dagsins
Þegar sjálfsmeðaumkunnin dregur mig niður og gerir mig óvirkan, megi ég þá líta upp og líta í kringum mig og lifna við. Guð gefi að sjálfmeðaumkunin hverfi þegar ég fæ að heyra af sambærilegum vandamálum annarra GA félaga. Megi ég ætíð þiggja ábendingar heiðarlegra vina sem benda mér á ef ég byrja að velta mér upp úr sjálfsvorkun.

Minnispunktur dagsins
Að snúa sjálfs-aðild yfir í aðild.