Hugleiðing dagsins
Líf mitt, áður en ég kynntist GA samtökunum, var í engu frábrugðið lífi margra okkar sem voru illa leikin og þjáð af þeirri fíkn sem heltekur okkur. Ég var sjúkur og máttfarinn svo árum skiptir. Þegar ég svo á endanum varð þreyttur og uppgefinn á því að vera þreyttur og uppgefinn, þá loks gafst ég upp og fór að tileinka mér GA prógramið. Ég geri mér grein fyrir því núna að það var minn æðri máttur sem veitti mér hjálpina. Hjálpina sem fólst í þvi að líf mitt var orðið þess eðlis að ég varð að eignast nýtt líf.

Hefur GA prógramið hjálpað mér að finna það æðruleysi sem var mér áður hulið og ókunnugt?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir að minn Æðri máttur birtist ekki skyndilega í lífi mínu, líkt og einhver ókunnugur sem opnar dyr sem ég banka á. Þessi máttur hefur ætíð verið til staðar, samanber hversu oft ég hef með naumindum komist hjá stórslysi. Nú þegar ég hef fengið að kynnast mínum Æðri mætti betur þá átta ég mig á því að mér var bjargað – hugsanlega svo ég gæti hjálpað öðrum sem eru í sömu sporum og ég var í.

Minnispunktur dagsins
Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og í bata.