Hugleiðing dagsins
Ég var vanur að ímynda mér líf mitt sem einskonar afkáralegt óhlutstætt málverk: myndröð af kreppum sem rammaðar eru inn af endalausri ógæfu. Dagar mínir voru grámyglulegir og og hugsanir minar enn dekkri. Kvíði og ótilgreindur ótti ásótti mig. Ég var fullur af sjálfsfyrirlitningu. Ég hafði enga hugmynd um hver ég var, hvað ég var, né heldur hvers vegna ég var. Ég sakna ekki þessarar líðan. Í dag er ég, skref fyrir skref, að uppgötva hver ég er og ég er smám saman að átta mig á því að ég er frjáls til þess að vera ég sjálfur.

Er ég þakklátur fyrir hið nýja líf mitt? Hef ég gefið mér tíma í dag til þess að þakka guði fyrir þá staðreynd að ég er óspilaður og á lífi?

Bæn dagsins
Megi mér hlotnast kyrrð eftir ringulreið og martröð fortíðar. Megi andleg vakning verða æ ríkari í mínu lífi, eftir þvi sem ótti minn og sjálfsfyrirlitning minnkar og hverfur. Því á sama hátt og það er ekkert tómarúm í efnisheimi þá er ekkert tómarúm í hinum andlega. Megi ég fyllast af anda míns Æðri máttar.

Minnispunktur dagsins
Bjartur morgun tvístrar martröð næturinnar.