Hugleiðing dagsins
Á meðal hinna fjölmörgu gjafa sem okkur standa til boða í GA prógraminu er frelsi. Þó það kunni að hljóma þversagnakennt þá er frelsisgjöfin ekki án verðmiða; frelsi vinnst einvörðungu með því að greiða það gjald sem kallast sátt. Á sama hátt verðum við að greiða gjald ef við viljum gefa vilja okkar á vald guði. Það gjald er sjálfsviljinn, sem hefur verið okkur, sem ætíð töldum að við gætum og ættum að stjórna sýningunni, svo dýrmætt.

Er frelsi mitt á þessari stundu þess virði að ég sé tilbúinn að sætta mig við orðinn hlut?

Bæn dagsins
Megi guð kenna mér að sætt mig við hlutina – hæfileikann til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Guð gefi mér kjarki til þess að breyta því sem ég get breytt. Guð hjálpi mér til þess að sætta mig við sjúkdóminn sem felst í spilafíkn og gefi mér það hugrekki sem ég þarf til þess að breyta fíknihegðun minni.

Minnispunktur dagsins
Sátt við fíknina. Breyting á hegðuninni.