Hugleiðing dagsins
Þrátt fyrir að skilningur okkar á tólf spora prógrami GA samtakanna aukist jafnt og þétt, þá kemur fyrir að okkur reynist erfitt að trúa því að þetta nýja líf leiði til persónulegs frelsis. Tökum sem dæmi að mér finnist ég vera heftur í óþægilegu starfi eða í erfiðu persónulegu sambandi. Hvernig er ég að bregðast við? Áður fyrr voru ósjálfráðu viðbrögðin þau að reyna að hagræða og stjórna fólki og kringumstæðum í mínu umhverfi á þann veg að það yrði mér þóknanlegt. Í dag geri ég mér aftur á móti grein fyrir því að hamingjan næst ekki með því að haga sér á þennan hátt.

Er mér að lærast að frelsi frá örvæntingu og vonbrigðum næst eingöngu ef ég breyti eigin viðhorfi og afstöðu – þeim sömu viðhorfum sem hafa hingað til viðhaldið harminum og sorginni ?

Bæn dagsins
Megi mér vera gefin skýr sýn til þess að sjá – og síðan að stöðva sjálfan mig – þegar ég stend mig að því að vera að ráðskast með líf fólksins í kringum mig, vini, vinnufélaga og fjölskyldu. Megi ég ætíð gera mér grein fyrir því að breytingin verður að hefjast innra með mér sjálfum.

Minnispunktur dagsins
Breyting innanfrá og útávið.