Hugleiðing dagsins
Þegar við gáfumst loks upp og snerum okkur að GA prógraminu, þá voru mörg okkar sem veltu fyrir sér hvað þau ættu að gera við allan þennan tíma sem við höfðum fyrir stafni. Allar þær stundir sem höfðu áður farið í að skipuleggja, fela, upphugsa fjarvistarsannanir, tapa, fá lánað, ráðskast með reikninga – og allt hitt sem fylgdi spilafíkninni – söfnuðust upp í huga okkar og við urðum að finna eitthvað til þess að fylla þær. Við þurftum nýjar leiðir til þess að fá útrás fyrir orkuna sem áður fór í að fóðra fíknina. Við áttuðum okkur fljótlega á því að það er mun auðveldara að finna sér eitthvað til þess að hafa fyrir stafni heldur en að hætta bara áráttunni og láta ekkert koma í staðinn.

Er ég að finna huga mínum og orku nýjan farveg?

Bæn dagsins
Ég bið þess, nú þegar ég er loks laus undan bagga fíknar minnar, að ég megi snúa mér til míns Æðri máttar og hann muni veita mér leiðsögn um það hvernig ég geti varið tíma mínum á uppbyggilegan og skapandi hátt. Megi sá sami máttur og lætur leiðir fólks liggja saman og tengir ákveðnar manneskjur við tiltekna atburði, leiða mig eftir farsælum leiðum til góðra og nýrra staða.

Minnispunktur dagsins
Hending er hugsanlega eitthvað stærra og meira en bara breyting.