Hugleiðing dagsins
Slagorðin sm notuð eru í GA virðast skýr og einföld. Þrátt fyrir það þá geta þessi slagorð haft ólíka merkingu í hugum GA félaga, allt eftir reynslu hvers og eins og því hvaða merkingu orðin hafa. Tökum sem dæmi slagorðið “Sleppa tökunum og leyfa Guðs vilja að ráða.” Fyrir sum okkar gæti það þýtt að við þurfum bara að stíga til hliðar, gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, og á einhvern hátt muni Guð sjá um alla vinnuna. Við verðum að muna að Guð hefur gefið okkur frjálsan vilja, gáfur og skynsemi – það er klárlega vilji hans að við notum þessar gjafir. Ef ég er móttækileg/ur þá mun Guð mig vita hver vilji hans er, skref fyrir skref, en ég verð að framkvæma vilja Hans svo hann verði að veruleika.

Læt ég stundum eins og það, að láta að vilja Guðs, sé sama og aðgerðarleysi.

Bæn dagsins
Megi vilji minn lúta að framförum. Megi ferð mín vera mörkuð af áskorunum sem ég get auðveldlega borið kennsl á sem verkefni sem ég þarf að framkvæma, ekki eitthvað sem ég á að horfa á. Ég bið að ég megi gera sem mest úr Guðs gjöfum, úr þeim hæfileikum sem ég hef áttað mig á og þeim sem ég á eftir að koma auga á. Megi ég ekki “Sleppa tökunum og gefast upp” heldur halda stöðugt áfram að læra, vaxa, framkvæma, þjóna, biðja og framkvæma vilja Guðs eins og ég skil hann.

Minnispunktur dagsins
Guð ætlaðist til þess að ég gerði sem mest úr sjálfum mér.