Hugleiðing dagsins
Tólf Sporin voru hönnuð fyrir fólk eins og okkur – sem styttri leið til Guðs. Sporin eru keimlík sterku meðali sem getur læknað okkur af krankleika örvæntingar, vanmáttarkenndar og sjálfsvorkunnar. Þrátt fyrir það erum við stundum treg til þess notfæra okkur Sporin. Af hverju? Kannski vegna þess að innst inni þráum við að vera fórnarlömb. Meðvitað og vitsmunalega teljum við okkur vilja hjálp en einhver dulin sektarkennd gerir það að verkum að við þráum refsingu umfram lausn.

Get ég reynt að vera kátur, þegar allt virðist leiða mig til örvinglunar? Átta ég mig á því að örvinglaun er oftar en ekki gríma fyrir sjálfsvorkunn

Bæn dagsins
Megi ég draga fram í dagsljósið hina földu sektarkennd sem leynist innra með mér og sem fær mig til þess að vilja refsa sjálfum mér. Megi ég kanna eigin örvinglan og átta mig á því hvort hún sé í raun svikari – sjálfsvorkun með grímu. Nú þegar ég veit að Tólf Sporin geta fært mér lausn, megi ég þá nota þau í stað þess að veltast um í eigin vanlíðan.

Minnispunktur dagsins
Sporin Tólf eru tröppur Guðs.