Hugleiðing dagsins
Hvað getum við gert varðandi gremju okkar? Reynslan hefur sýnt að best er að skrá gremjuna á blað, lista það fólk, stofnanir eða þau lögmál og reglur sem valda okkur gremju eða reiði. Þegar ég skrái eigin gremju og spyr síðan sjálfan mig afhverju ég sé gramur, þá hef ég komist að því að í flestum tilvikum þá er það sjálfsálit mitt, fjárhagur minn, metnaður minn eða persónuleg sambönd sem hafa skaðast eða verið ógnað.

Mun ég nokkurn tíma læra að það versta í sambandi við mína eigin gremju er ég er stöðugt með hugann við að veita einhverjum makleg málagjöld?

Bæn dagsins
Megi Guð hjálpa mér að finna leið til þess að losna við gremjuna. Megi ég hætta að eyða tímunum saman í að upphugsa leikrit þar sem ég í hlutverki reiðu persónunnar, helli mér yfir eða hefni mín á þeim sem ég taldi hafa brotið á mér. Þar sem þessi leikrit verða aldrei að veruleika, megi ég þá frekar skrá niður gremju mína og skoða hvað sé á bakvið hverja og eina. Megi þetta vera leið fyrir mig til þess að koma skikkan á gremjuna.

Minnispunktur dagsins
Gremja leiðir til ofbeldis; gremja í friðsamri manneskju leiðir til sjúkleika.