Hugleiðing dagsins
Ég get gert óttann útlægan með því að gera mér grein fyrir sannleikanum. Er ég hræddur við að vera einn? Ég get losnað við þennan ótta með því að gera mér grein fyrir því að ég er í raun aldrei einn, guð er ætíð með mér hvar sem ég er og hvað sem ég geri. Er ég hræddur um að ég hafi ekki næg fjárráð til þess að framfleyta mér? Þann ótta get ég hrakið á brott um leið og ég geri mér grein fyrir því að guð er óþrjótandi og óbrigðul auðlind, nú sem endranær.

Í dag hef ég kraft til þess að breyta ótta í trú. Get ég sagt í fullri hreinskilni, “Ég mun treysta og ég mun ekki vera hræddur”?

Bæn dagsins
Ég mun ekkert óttast, því guð er með mér. Megi mér lærast að snúa mér til míns æðri máttar þegar ég er óttasleginn. Ég bið þess af krafti að trú mín á guð – og traust á því sem ég á í vændum af hendi guðs – sé nægilega sterk til þess að reka á burt óttann, sem dregur úr hugrekki mínu.

Minnispunktur dagsins
Snúa ótta yfir í trú.