Hugleiðing dagsins
Við höfum verið okkar eigin verstu óvinir megnið af ævinni og við höfum oft á tíðum skaðað okkur sjálf vegna “réttlátrar” gremju yfir einhverju smávægilegu. Það eru án efa fjölmargar ástæður fyrir gremju í heiminum og flestar þeirra “réttlátar”. En við getum aldrei svo mikið sem byrjað að sefa allan harm í heiminum né hagað hlutunum þannig að það geðjist öllum. Ef við höfum verið beitt óréttlæti, af öðrum eða einfaldlega af lífinu sjálfu, þá getum við forðast að auka erfiðleikana með því að fyrirgefa viðkomandi og yfirgefið þannig þann eyðileggjandi ávana sem felst í því að rifja stöðugt upp særindi okkar og niðurlægingu.

Get ég trúað því að særindi gærdagsins eru skilningur dagsins í dag, samofin við kærleika morgundagsins

Bæn dagsins
Hvort sem ég sé beittur óréttlæti eða trúi því í eigin huga, megi ég þrátt fyrir það reyna að forðast að vera gramur eða móðgaður. Þegar ég hef borið kennsl á þær tilfinningar sem eru rótin að gremju minni, megi ég þá vera sú sterka manneskja sem getur fyrirgefið og gleymt.

Minnispunktur dagsins
Við getum ekki leiðrétt allt ranglæti.