Hugleiðing dagsins
“Hvað ef…” Hve oft höfum við ekki heyrt þessi orð hjá nýliðum í GA programinu? Og hversu oft kemur það ekki fyrir að við sjálf notum þessi orð? “Hvað ef ég missi vinnuna?” “Hvað ef bíllinn bilar”? “Hvað ef ég veikist og get ekki unnið”? “Hvað ef barnið mitt verður háð eiturlyfjum?” “Hvað ef hvað eina sem örvæntingarfullt ímyndunaralf okkar getur varpað fram? Þetta eru tvö lítil orð – en þau eru drekkhlaðin kvíða, ótta og áhyggjum. Svarið við “Hvað ef…” er einfalt, “Ekki fara fram úr sjálfum þér.” Við getum bara tekist á við vandamálin þegar þau koma upp, með því að lifa einn dag í einu.

Held ég hugsunum mínum á jákvæðum nótum?

Bæn dagsins
Megi ég vaxa andlega og ekki vera heftur af kvíða. Megi mér takast að losna undan óþarfa áhyggjum og njóta dagsins. Reka óttann á braut með trú. Ef ég bý til pláss fyrir guð þá mun nærvera hans losa mig við óttann.

Minnispunktur dagsins
Ímynduð vandræði taka sinn toll.