Hugleiðing dagsins
Søren Kierkegaard ritaði, “bæn mun ekki breyta Guði, en hún breytir þeim sem biður.” Þau okkar í GA samtökunum, sem höfum lært að gera bænina að reglubundnum hluta af lífi okkar, okkur kemur ekki til hugar að sleppa bæninnni – frekar en við myndum sleppa sólskini, fersku lofti eða mat – og af sömu ástæðu. Alveg eins og líkami okkar getur hrörnað og visnað ef hann fær ekki sína næringu, þá á það sama við um sálina.Við þörfnumst öll ljóssins sem stafar af veruleika Guðs, þeirrar næringar sem felst í styrk Guðs og andrúmslofts náðar Hans.

Þakka ég Guði, eins og ég skil hann, fyrir allt það sem hann hefur gefið mér, fyrir allt það sem hann hefur losað mig við og fyrir allt það sem hann hefur leyft mér að halda?

Bæn dagsins
Kæri Æðri Máttur: Ég vil þakka þér fyrir að breiða ró yfir ringulreið mína, fyrir að láta hina skröltandi strengi tengsla minna við annað fólk fá samhljóm á ný, fyrir að púsla saman hinni tættu sjálfsmynd minni, fyrir að gefa mér þá bindindisgjöf að upplifa nýjan heim fullan af undrum og tækifærum. Megi ég vera áfram sannlega Þinn. Þinn einlægur.

Minnispunktur dagsins
Sama hversu einföld bænin er, þá nærir hún sálina.”