Hugleiðing dagsins
Það kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart hve umfjöllunarefni þeirra funda sem ég sæki virðist passa við það sem ég er að takast á við í mínu lífi. Við getum einungis verið nemendur þegar við erum í návist kennara – og þegar nemandinn er tilbúinn þá birtist kennari. Við getum einungis lært ef okkur er kennt, og við getum ekki kennt nema hafa lært. Ég hef áttað mig á, að þrátt fyrir að guð sé mesti kennarinn sem um getur, þá lærum við oftast af þeim sem hann hefur kennt.

Er ég að læra þegar ég hlusta? Deili ég því sem ég hef lært?

Bæn dagsins
Megi ég ekki gleyma þeim mjög svo mikilvæga lærdómi sem ég hef lært í GA. Við erum öll nemendur í GA og við erum öll kennarar. Megi ég vita að ef ég held ekki áfram að læra, þá getur það verið vegna þess að ég vilji ekki lengur vera nemandi. Ef ég er ekki að deila, þá getur verið að ég þurfi að vera opinn fyrir meiri lærdómi.

Minnispunktur dagsins
Ef ég held áfram að vera lærdómsfús þá mun ég halda áfram að finna kennara.