Hugleiðing dagsins

Áður en ég kynntist GA þá hagaði ég mér eins og leikari, sem heimtaði að fá að skrifa handritið, leikstýra, framleiða og í raun stjórna allri leiksýningunni. Ég varð að gera hlutina á minn hátt, stöðugt að breyta og lagfæra ljósin, sviðsmyndina, handritið og það sem mestu máli skipti frammistöðu hinna leikaranna. Leiksýniningin yrði stórkostleg, bara ef umgjörðin héldist í lagi og fólkið hagaði sér eins og ég vildi að það gerði. Sjálfsblekking mín fékk mig til þess að trúa því að bara ef þau myndu bæta sig og gera eins og ég vildi, þá yrði allt í lagi. Auðvitað fór það aldrei svo.

Er ekki merkilegt að nú, þegar ég er hættur að reyna að stjórna öllu og öllum, að þá virðast hlutirnir ganga upp?

Bæn dagsins
Megi ég fá sjálfan mig ofan af gamla vananum að þurfa að stjórna öllu í kringum mig. Ég reyndi að stjórna beint og ef það gekk ekki þá gerði ég það með því að stjórna óbreint, með hagræðingu, launung og lygum. Megi ég gera mér grein fyrir að ef ég er sá sem stjórnar öðrum eins og leikbrúðum, þá er ég sá sem finn fyrir vonbrigðunum þegar leikbrúðunum verður á.

Minnispunktur dagsins
Ég get bara “lappað upp á” sjálfan mig.