Hugleiðing dagsins
“Ég veit ekki um neina staðreynd sem er meira uppörvandi en hina óumdeildu getu mannsins til þess að auðga líf sitt á meðvitaðan hátt.” – Henry David Thoreau bandarískur náttúrufræðingur og heimspekingur. Við höfum alltaf haft þessa getu til þess að breyta okkur og lífi okkar, en við höfðum ekki árangur sem erfiði fyrr en við komum í GA. Nú, þegar við höfum fundið GA prógramið, þá höfum við ekki einungis getuna heldur einnig áætlun – nákvæman uppdrátt sem virkar.

Trúi ég því að enginn mæti of snemma í GA prógramið og að enginn snúi of seint aftur? Trúi ég því að með hjálp Æðri Máttar og stuðningi GA félaganna þá séu mér allir vegir færir?

Bæn dagsins
Megi ég ekki gleyma því, að þó svo að löngun mín til þess að bæta mig og líf mitt hér áður fyrr, hafi verið raunveruleg, þá var það dæmt til að mistakast því ég hafði enga raunhæfa áætlun. Megi ég vera þakklátur fyrir að hafa fundið GA prógramið og fyrir það kraftaverk sem GA er. Megi ég muna hvernig líf mitt var og fagna með öðrum GA félögum því sem við höfum öðlast fyrir tilstuðlan GA.

Minnispunktur dagsins
GA færir okkur uppdráttinn.