Hugleiðing dagsins
Hvernig fer ég að því að átta mig á hvort ég verði fyrir andlegri vakningu? Stundum birtist andleg vakning okkur í tiltölulega einföldum þáttum, eins og; tilfinningalegum þroska, hættum að finna fyrir stöðugri og sálar kveljandi andúð og gremju, verðum fær um að elska og vera elskuð, förum að trúa því að máttur okkur æðri sé við stjórn og að hann færi okkur líf og kærleika.

Nú, þegar ég hef tamið mér að reyna að fylgja GA prógraminu, geri ég mér þá grein fyrir því að ég er orðinn víðsýnni, að sýn mín á mannkynið er blíðari en þegar ég var þjáður af sjálfmiðaðri spilafíkn?

Bæn dagsins
Megi andlegt sjálfsöryggi mitt einnig ná til viðhorfs míns gagnvart öðrum, sérstaklega yfir hátíðar, þegar eftirvænting og kvíði eru áberandi. Sem virkur spilafíkil þá höndlaði ég ekki vel þær tilfinningar sem kviknuðu í aðdraganda hátíðanna. Ég bið um æðruleysi til þess að takast á við þann suðupott tilfinninga sem hátíðarnar eru.

Minnispunktur dagsins
Yfirsýnin kemur þegar grundvallarlögmálum prógramsins er fylgt.