Hugleiðing dagsins
Það eru tvö orð, sem ég vissi af á meðan ég var virkur spilafíkill, og sem ég þarf að nota í batanum; hætta og byrja. Ég verð að hætta að spila og byrja í batanum. Ég verð að byrja að horfa inn á við og hætta að kenna öðrum um. Ég verð að byrja að hlusta eftir vilja míns Æðri Máttar og hætta að leyfa sjálfum mér að fylgja eigin vilja. Þeim mun meira sem ég byrja að sjá allt það jákvæða, sem ég fæ út úr GA programinu, þeim mun heiðarlegar get ég horft á allar neikvæðu gjörðir mínar í fortíðinni, og hörmungarnar sem þær leiddu af sér.

Hefur batinn fært mér spegil, sem ég get notað til þess að sjá sjálfan mig í öðrum?

Bæn dagsins
Megi ég muna að ég gat valið að hætta að tortíma sjálfum mér með fjárhættuspilum hvenær sem var. En hafi ég ekki byrjað að nota bataferlið, sem felst í GA prógraminu og Tóf Sporunum, þá mun mér ekki takast að hætta að spila. Ef ég held batanum byrjuðum þá get ég haldið spilunum hættum.

Minnispunktur dagsins
Að hætta og að byrja. Í þessum orðum felst umbreyting lífs okkar.