Hugleiðing dagsins
GA prógramið er fyrir mig ekki bara öruggur staður og viska heldur einnig örugg og fljótleg leið til frelsis. Sú leið leiðir mig í átt að því andlega takmarki mínu að verða sú persóna sem mig dreymir um, með hjálp Tólf Spora GA. Það gerist stundum að leiðin er ekki eins fljótfarin eins og ég hefði viljað en þá reyni ég að muna að guð vinnur eftir annarri tímatöflu heldur en ég. En takmarkið er til staðar og ég veit að Tólf BataSpor munu hjálpa mér að ná því.

Er ég farinn að gera mér grein fyrir því að ég – eins og allir aðrir – get nú gert það sem ég áður taldi ómögulegt?

Bæn dagsins
Nú, þegar ég lifi samkvæmt GA prógraminu, megi ég verða þess áskynja að prógramið er leið en ekki endastöð. Megi ég hafa hugfast að sá andlegi eiginleiki sem prógramið kallar á er aldrei fullkominn, aldrei endanlegur. Hann er miklu fremur kjarninn í breytingu og framförum, sem stefna ætíð að æskilegu ástandi. Megi ég varast að setja sjálfum mér tímasett markmið, svo ég geti mælt eigin andlegu framför.

Minnispunktur dagsins
Tímatöflur eru mannanna verk.