Hugleiðing dagsins
Þó ég breyti hegðun minni, því sem ég segi og geri, þá er það engin sönnun þess að það hafi orðið breyting á viðhorfi mínu. Ég lifi í sjálfsblekkingu ef ég tel mér trú um að ég geti dulbúið tilfinningar mínar. Þær munu á endanum ná að skína í gegn og halda áfram að valda mér vanda í samskiptum mínum við annað fólk. Það dugar ekkert hálfkák þegar ég ætla að losa mig við bresti mína, bresti sem sem ég hef svo lengi reynt að fela.

Hef ég verið fullkomlega heiðarlegur í sjálfsskoðuninni?

Bæn dagsins
Megi mér skiljast að tilfiinningar mínar munu á endanum verða sýnilegar öðrum – stundum án þess að ég geri mér grein fyrir því. Megi mér auðnast að vera fullkomlega heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og tilfiiningum mínum. megi ég öðlast það innsæi sem kemur með trausti á æðri mátt.

Minnispunktur dagsins
Birtingarmynd tilfinninga getur verið skökk.