Hugleiðing dagsins
Það hafa komið dagar, í batanum, þar sem allt virðist svart og jafnvel vonlaust. Ég leyfði sjálfum mér að verða niðurdreginn og reiður. Ég sé núna að það skiptir ekki máli hvað ég hugsa og hverjar tilfinningar mínar eru. Það er hvað ég geri sem skiptir máli. Þess vegna er það, að þegar ég verð kvíðinn og áhyggjufullur og kemst í uppnám, þá reyni ég að vera í batanum með því að fara á fundi, taka þátt og vinna með öðrum í GA prógraminu.

Ef guð virðist allt í einu langt í burtu, hver var það sem færði sig?

Bæn dagsins
Megi ég ekki verða lamaður af völdum depurðar eða reiði, svo jaðri við örvæntingu. Megi ég leyta orsakanna fyrir örvæntingu minni, í flækju tilfinninga minna, greiða úr flækjunni, finna þær tilfinningar sem eiga sök að máli og viðurkenna þær. Þá fyrst get ég hafist handa við að ná árangri. Megi mér lærast að nýta þá orku, sem reiðin býr til, til þess að auka viljafestu mína og ná markmiðum mínum.

Minnispunktur dagsins
Að greiða úr tilfinningunum.