Hugleiðing dagsins
Ég geri mér grein fyrir því að það að vera virkur þýðir að ég reyni eftir bestu getu að lifa samkvæmt tólf sporum GA prógramsins. Það þýðir að ég reyni að vera heiðarlegur, fyrst gagnvart sjálfum mér og síðan gagnvart öðrum. Það þýðir að ég þarf að stunda sjálfsskoðun, sjá sjálfan mig og samband mitt við minn æðri mátt skýrar. Eftir því sem ég verð virkari gagnvart umhverfi mínu og gagnvart sjálfum mér, þeim mun meiri verður vöxtur minn í prógraminu.

Læt ég aðra um alla vinnuna á fundum? legg ég mitt af mörkum?

Bæn dagsins
Megi mér skiljast að það að “lúta handleiðslu æðri máttar” þýðir ekki að ég þurfi ekki að leggja mitt af mörkum gagnvart prógraminu. Það er mitt að vinna sporin, að læra eitthvað sem hugsanlega er nýjung fyrir mér – að vera heiðarlegur. Megi ég gera greinarmun á því að vera virkur á þann hátt að ég þurfi ekki að hugsa – með því að hlaða á mig verkum – og því að vera virkur á uppbyggjandi hátt – með verkum sem hjálpa mér að vaxa.

Minnispunktur dagsins
“Handleiðsla guðs” þýðir að fá leiðsögn hjá guði.