Hugleiðing dagsins
GA felagar vita hversu vonlaust það er að ætla sér að hætta fjárhættu spili með því að beita viljstyrk. Við vitum líka að það þarf mikinn fúsleika til þess að tileinka sér 12 sporin, til þess að geta farið að lifa og hugsa eðlilega á ný. Það er sama hversu langt við vorum leidd í spilafíkninni, það er alltaf jafnmikill léttir þegar við uppgötum að við eigum val. Við getum til dæmis; viðurkennt að við höfum misst stjórn á lífi okkar; að æðri máttur sé okkur nauðsynlegur, jafnvel þó hann sé skilgreindur sem deildin okkar.

Hef ég valið að reyna að eignast líf sem markast af auðmýkt og heiðarleika, af óeigingjörnu starfi fyrir félgana og guð, eins og ég skilgreini hann?

Bæn dagsins
Guð hjálpi mér að sjá muninn á “viljastyrk” (sem hefur áður brugðist mér) og “fúsleika” til þess að leita mér hjálpar við spilafín, í gegnum guð og aðra sem eru einnig í bata. Megi ég gera mér grein fyrir að ég á valmöguleika alveg eins og þjáningarbræður mínir eiga val. Megi ég velja þess háttar líf sem guð vill að ég lifi.

Minnispunktur dagsins
Fúsleiki, frekar en viljastyrkur, er lykillinn að bata.