Hugleiðing dagsins
Fjórða sporið felst í því að gera óttalaus, siðferðisleg og fjárhagsleg reikningsskil á lífi okkar. Fyrir sum okkar getur þetta sýnst óvinnandi verk; það er ekkert erfiðara en að sjá sjálfan sig í réttu ljósi, eins og maður raunverulega er. Við flýjum frá einni misgjörð til annarrar, ætíð með afsakanir og bendandi á það hvað við séum nú góð. En þegar við gerumst fús til þess að horfast í augu við það hvernig við séum, þá verðum við fær um að takast á við galla okkar og vinna á þeim.

Er ég fús til þess að opna augun og stíga út í sólarljósið?

Bæn dagsins
Megi minn æðri máttur stöðva mig ef ég legg á flótta frá sjálfum mér. Því ég mun aldrei komast yfir misgjörðir mínar eða þá persónuleikabresti sem ollu þeim, ef ég leyfi þeim að hafa yfirhöndina og legg á flótta undan þeim. Megi ég ná að hægja á mér og horfast í augu við misgjörðir mínar og persónleikabresti, með áreiðanlegast vopninu sem ég veit um – sannleikanum.

Minnispunktur dagsins
Ég ætla ekki að vera á flótta frá sjálfum mér.