Hugleiðing dagsins
Ég er ekki enn kominn á þann stað að það sé “ekkert mál” fyrir mig að takast á við stöku daglegan sársauka og kvíða, með miklu æðruleysi, en mér er smám saman að takast að finna fyrir þakklæti fyrir ákveðið stig sársauka. GA prógramið hjálpar okkur að finna fúsleikann til þess að takast á við sársauka, með því að rifja upp þann lærdóm sem við getum dregið af þjáningum fortíðarinnar – lærdómur sem hefur fært okkur þá gæfu sem við nú njótum. Við munum á hvern hátt angistin, sem við fundum þegar við vorum enn virkir spilafíklar – og sársauki uppreisnar og særðs stolts – leiddi okkur oftar en ekki að guðs náð og frelsi.

Hef ég þakkað mínum æðri mætti fyrir kraftaverkið sem líf mitt er í dag?

Bæn dagsins
Þegar ég var hjálparvana, þá bað ég guð um hjálp. Þegar ég var vonlaus, þá teygði ég mig eftir von guðs. Þegar ég var bjargarlaus gagnvart spilafíkninni, þá bað ég guð um styrk. Í dag get ég í hreinskilni þakkað guði fyrir það að hafa verið hjálparvana, vonlaus og bjargarlaus, því ég varð vitni að kraftaverki

Minnispunktur dagsins
Frá bjargarleysi yfir í æðri mátt.