Hugleiðing dagsins
Margir nýliðar í GA samtökunum segja, þegar þeir kynna sér rækilega tólf sporin ; “Það er naumast fyrirskipanir! Ég get ekki farið í gegnum þetta.” “Ekki láta hugfallast,” er sagt við okkur á fundi eftir fund. “Enginn okkar hefur getað fylgt þessum meginreglum til fullnustu. Við erum ekki dýrlingar. Það sem skiptir máli er að við erum tilbúin til þess vaxa andlega. Sporin eru leiðarvísir að framförum. Við væntum andlegra framfara frekar en fullkomnunar.”

Get ég trúað því að verkefni mitt sé ekki að endurskapa sjálfan mig heldur að gera sem best úr því sem guð gaf okkur?

Bæn dagsins
Jafnvle þótt ég sé gamall í hettunni innan GA samtakanna, þá má ég samt ekki gleyma því að sporin tólf eru ekki einhver listi af verkefnum sem ég geti klárað í eitt skipti fyrir öll. Þau eru miklu frekar leiðarvísir að ákveðnu marki. Megi hugur minn vera opinn fyrir frekari skilningi á inntaki sporanna tólf.

Minnispunktur dagsins
Framför frekar en fullkomnun.