Hugleiðing dagsins
Óháð því hvað annað fók gerir eða gerir ekki, við verðum að halda bindindi okkar frá fjárhættuspilum. Þegar bati okkar fer að verða háður gjörðum eða aðgerðarleysi annarrar manneskju – sérstaklega ef við erum tengd þeirri manneskju tilfinningaböndum – þá verður niðurstaðan óhjákvæmilega hörmuleg. Við verðum einnig að muna að mikil óbeit á annarri manneskju er alveg jafn mikil tilfinningaleg þátttaka og nýfundin rómantísk ást. Eða með öðrum orðum – við verðum að fara okkur hægt í öllu sem kallar á tvísýna tilfinningalega aðild á fyrstu mánuðum batans, og verðum að reyna að sætta okkur við að tilfinningar okkar geta breyst skyndilega og stórbrotinn hátt. Einkunnarorð okkar verða að vera, “Byrjum á byrjuninni,” og einbeita okkur að aðal vandamálinu, að ná bata frá fjárhættuspilum áður en við gerum nokkuð annað.

Er ég að byggja traustan grunn og forðast um leið aðstæður sem gætu verið mér tilfinningalega hættulegar?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma því að heilbrigt samband við annað fólk er nauðsynlegt fyrir bata minn og líka því að það að skipta út þráhyggju fyrir annaðhvort ást eða hatur er jafn hættulegt fyrir velferð mína og hver önnur fíkn.

Minnispunktur dagsins
Að vera háður er að vera háður er að vera háður.