Hugleiðing dagsins
Spilafíkn mín er þríþætt, að því leitinu að hún hefur áhrif á mig líkamlega, andlega og huglega. Sem virkur spilafíkill þá var ég algjörlega sambandslaus, ekki bara við sjálfan mig heldur einnig við raunveruleikann. Ég endurtók líkt og hamstur í hlaupahjóli, dag eftir ömurlegan dag, sömu eyðileggjandi hegðunina.

Er ég byrjaður að losa mig gömlu hugmyndirnar? Get ég, þó ekki væri nema bara í dag, reynt að aðlaga sjálfan mig að raunveruleikanum í stað þess að reyna að breyta umhverfi mínu svo það falli að mínum þörfum?

Bæn dagsins
Ég bið þess að ég festist ekki aftur í þeirri eyðileggjandi hegðun sem fjarlægði mig frá sjálfum mér og þeim raunveruleika sem ég lifi í. Ég bið þess að geta aðlagast aðstæðum og fólki eins og það er, en ekki að reyna – án árangurs og fullur vonbrigða – að reyna að breyta öllu svo það megi falla að mínum vilja og löngunum.

Minnispunktur dagsins
Ég get einungis breytt sjálfum mér.