Hugleiðing dagsins
Þegar ég horfi um öxl þá sé ég hversu miklum tíma ég hef varið í að velta mér upp úr annmörkum annarra. Þessar vangaveltur hjálpuðu mér, svo sannarlega, að upphefja sjálfan mig en ég sé nú hversu flæktur og rangsnúinn þessi þankagangur var orðinn. Því þegar öllu var á botninn hvolft þá þjónaði þessi hugarleikur engum öðrum tilgangi ein þeim að halda áfram að fela fyrir sjálfum mér mína eigin galla.

Er ég enn að benda á aðra og fela með því eigin galla?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir því að sú ásátta mín að vera sífellt að horfa á gallana hjá öðrum var í raun ekkert annað en yfirvarp svo ég þyrfti ekki horfast í augu við eigin galla og um leið leið til þess að lappa upp á stórskemmda sjálfsvirðingu og sjálfsálit. Megi ég strika út ásakanir af lista mínum.

Minnispunktur dagsins
Að ásaka aðra er sjálfsupphafning.