Hugleiðing dagsins
Ég má aldrei gleyma því hver ég er og hvað ég sé og hvaðan ég komi. Ég verð að muna eðli þess sjúkdóms sem ég geng með og hvernig líf mitt var áður en ég kynntist GA samtökunum. Ég ætla að reyna að halda þessum minningum á lífi, en þó ekki þannig að ég velti mér upp úr fortíðinni á einhvern sjúklegan hátt. Ég ætla ekki að hræðast að njóta þess sem er fagurt og trúa því að eins og ég gefi af mér til annarra svo muni aðrir gefa af sér til mín.

Má ég við því að gleyma því hvernig lífið var, jafnvel bara í eina mínútu?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma þeim þjáningarfullu dögum þegar spilafíknin var við völd. Megi ég aldrei gleyma því að þessir sömu dagar bíða mín ef ég hverf aftur til fyrra lífs. Megi tilhugsun um fyrri tíma einungis þjóna þeim tilgangi að styrkja mig og aðra í kringum mig, sem eru í sömu stöðu. Kæri guð, forða mér frá því að rifja upp fyrri tíma, einvörðungu til þess að grafa upp svæsnustu söguna fyrir GA félagana. Ég verð að vera á varðbergi gagnvart þeirri þrá minni að vera miðpunktur athyglinnar.

Minnispunktur dagsins
Ég afreka meira þegar ég er ekki “afreksmaðurinn.”