Hugleiðing dagsins
Ef ég er áhyggjufullur, fullur vonleysis, argur eða á í erfiðleikum, hneigist ég þá til þess að réttlæta aðstæðurnar og kenna öðrum um? Þegar ég er í slíku ástandi, hættir mér þá til þess að segja, “Hann sagði….,” “Hún gerði…….,” “Þau gerðu…….”? Eða get ég í hreinskilni viðurkennt að hugsanlega sé annmarkann að finna hjá mér? Hugarró mín á allt undir að mér takist að yfirvinna þessi neikvæðu viðhorf mín og þá tilhneigingu mína að réttlæta alla skapaða hluti.

Ætla ég að reyna, dag eftir dag, að vera stranglega heiðarlegur gagnvart sjálfum mér?

Bæn dagsins
Megi ég standa sjálfan mig að verki, þegar ég nota þriðju persónu í setningum eins og; “Hann sagði….” eða “Þau lofuðu……” eða “Hún sagði að hún myndi……” og hlusta eftir sakbendingunni, sem var orðin að mynstri hjá mér og viðhélt ranghugmyndum og sjálfsblekkingu. Megi ég þess í stað snúast á hæli og horfast í augu við sjálfan mig.

Minnispunktur dagsins
Heiðarleiki er eina stefnan.