Hugleiðing dagsins
Ef ég skyldi einhvern tíma fá þá flugu í höfuðið að ég þurfi ekki lengur á GA prógraminu að halda, megi ég þá minnast þess að prógramið gerir svo miklu meira fyrir mig heldur en að hjálpa mér að takast á sjálfa spilafíknina. Megi ég líka minna sjálfan mig á að GA prógramið og tólf sporin hjálpa mér að fullþroska hæfileika mína, prógramið er grundvallarviðhorf.

Mun ég nokkurn tíma vaxa upp úr þörf minni fyrir GA prógramið?

Bæn dagsins
Megi æðri máttur minn leiða mig í gegnum tólf sporin, ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur, uns sporin verða að lífsreglu. Að vinna sporin er ekki hraðnámskeið í þvi að bæta líf sitt, þau eru lífið. Lífið sem ég hef endurheimt með hjálp æðri máttar og félagsskaparins í GA. Félagsskapar sem er, líkt og ég, í besta hugsanlega bata.

Minnispunktur dagsins
Eitt spor í einu, frá ánauð til ríkulegs lífs.