Hugleiðing dagsins
Fjórða sporið gerir mér kleift að sjá hinn sanna mig – eins og ég raunverulega er – skapgerðareinkenni mín, hvatir, viðhorf og hegðun. Í GA er mér kennt að vera staðfastur í leit minni að fyrri mistökum. Hvenær var ég, svo dæmi sé tekið, sjálfselskur, óheiðarlegur, eigingjarn og hræddur? Mér er líka bent á að hinn rótgróni vani minn, að réttlæta allar mínar gjörðir, geti orðið til þess að ég kenni einhverju öðru en eigin göllum um misgjörðir mínar.

Trúi ég því að persónuleg hreinskilni sé oft betri heldur en mikil þekking?

Bæn dagsins
Megi ég fara mér hægt í að vinna fjórða sporið, ekki drífa það af í einhverskonar sjálfshóli. Megi ég gera mér grein fyrir því að þegar ég hef einu sinni unnið þetta spor þá verð ég að vinna það aftur og aftur uns það verður hluti af lífsmynstri mínu. Megi ég vernda fjórða sporið fyrir þeim gamla ávana mínum að taka enga ábyrgð á gjörðum mínum.

Minnispunktur dagsins
Persónulegur heiðarleiki ryður leiðina fyrir bata.