Hugleiðing dagsins
Það hjálpar mér, þegar ég þarf að breyta viðhorfi mínu úr neikvæðu í jákvætt, að skrifa niður það sem ég þakklátur fyrir. Í dag ætla ég að gefa mér tíma til þess að útbúa lista yfir hið jákvæða í lífi mínu og það lán sem fylgir því kraftaverki sem bati minn er. Ég er þaklátur fyrir einfalda hluti eins og; það að geta sofnað glaður, að vakna glaður yfir því að vera á lífi, að takast á við lífið á þess eigin skilmálum – með ró í huga og sjálfsvirðingu.

Er ég búinn að gleyma því að öllum þörfum mínum hefur verið fullnægt í dag? Fer ég yfir það hve lánsamur ég er, á hverjum degi?

Bæn dagsins
Á þessum ástríka degi, megi ég telja upp allt það góða í lífi mínu og vera þakklátur fyrir. Megi ég ekki ganga að neinu láni sem gefni, þar á meðal mínum eigin hjartslætti og snertinfgu fersks andrúmslofts þegar ég anda.

Minnispunktur dagsins
Að gera mér grein fyrir – og hugleiða – hve lánsamur ég er.