Hugleiðing dagsins
Í GA prógraminu lærist mér að vera á varðbergi gagnvart óþolinmæði, sjálfsvorkun og gremju yfir hegðun og orðum annarra. Þó svo að ég megi aldrei gleyma því hvernig lífið var, þá má ég ekki leyfa mér að velta mér upp úr því liðna, einvörðungu til þess að upplífa sjúklega sjálfsvorkun. Ég veit að mér fer smám saman fram, dag eftir dag, nú þegar ég er farinn að þekkja hættumerkin.

Nota ég æðruleysisbænina, þegar kreppa eða vandmál koma upp?

Bæn dagsins
Ég bið að mega sjá fortíðina í réttu samhengi. Megi ég forðast að “toppa” frásagnir annarra GA félaga með uppblásnum sögum úr minni fortíð. Megi ég forðast að nota fortíðina til þess að skrásetja sjálfsvorkun mína eða til þess að drekkja sjálfum mér í sektarkennd. Megi minningar mínar úr fortíðinni nýtast mér sem varðmenn, sem vernda mig fyrir óheilbrigðum hugsunum eða hættulegum aðstæðum.

Minnispunktur dagsins
Ég get ekki breytt fortíðinni.