Hugleiðing dagsins
Er ég alveg viss um að ég sé að gera allt sem í minu valdi er til þess að gera þetta nýja líf farsælt? Er ég að nota hæfileika mína og færni á farsælan hátt? Ber ég kennsl á og er þakklátur fyrir það sem ég get verið þakklátur fyrir? GA prógramið og tólf sporin hafa kennt mér að ég hef ótakmarkaðan innri styrk. Þeim mun meira sem ég nýti hann þeim mun meiri verður hann – uns hann skyggir á og strokar út þær erfiðu og sársaukafulu tilfinningar sem heltaka hug minn nú.

Er ég jafn viðkvæmur í dag og þegar ég kom first í GA?

Bæn dagsins
Megi ég virkja allan minn innri styrk á allan hugsanlega hátt. Megi ég byrja að sjá umhverfi mitt, fólk, tækifæri og undursamleg urræði allt um kring. Megi stygglyndi mitt og hörundsæri hverfa eftir því sem ég byrja að brjótast úr skel einangrunar og fer að skilja sjálfan mig betur í samhengi við umhverfi mitt. Megi ég losna undan fórnarlambshlutverkinu og byrja að sjá heiminn sem þá gnægtarkistu tækifæra sem hann er.

Minnispunktur dagsins
Innri styrk mínum eru engin takmörk sett.