Hugleiðing dagsins
Að mörgu leyti þá eru GA samtökin eins og þokkalega hamingjusamt skemmtiferðaskip, eða þegar vandræði steðja að, eins og skipalest. En til lengri tíma litið þá verðum við, hvert og eitt, að kortleggja sína eigin leið í gegnum lífið. Þegar sjórinn er sléttur þá er okkur hætt við að verða kærulaus. Ef við vanrækjum 10. Sporið þá er hugsanlegt að við hættum að gæta að því hvar við erum stödd. En ef við höfum 10. Sporið ætíð í huga þá mun okkur sjaldan reka svo af leið að við getum ekki leiðrétt stefnuna og komist á réttan spöl.

Átta ég mig á því að með því að ástunda 10. Sporið reglulega þá mun það hjálpa mér að öðlast æðruleysi og stuðla að hamingju?

Bæn dagsins
Megi 10. Sporið vera áttavitinn sem ég styðst við á ólgusjó lífsins og hjálpar mér að leiðrétta stefnuna þegar ég stefni á grynningar. megi ég hafa í huga að ef ekki væri fyrir alvitran Kaftein og árvekni skipsfélaga minna, þá gæti ég siglt um stefnulaus og yrði auðveldlega óttasleginn.

Minnispunktur dagsins
Að taka stefnuna út frá styrkri stjörnu.