Hugleiðing dagsins
Þar sem við stóðum frammi fyrir nánast öruggri tortímingu, af völdum spilafíknarinnar, þá endaði það með þvi að við urðum að opna hug okkar fyrir andlegum málefnum. Það má með sanni segja að hinar fjölmörgu aðferðir sem við notuðum til þess að veðja og leggja undir hafi verið kröftugur málsvari; á endanum gerðu þær okkur móttækileg. Okkur lærðist að þegar við í þrjósku lokum huganum, þá erum við í raun að fara margs á mis.

Hafna ég umsvifalaust öllum nýjum hugmyndum? Eða er ég þolinmóður og reyni að breyta hinu gamla lífsmynstri mínu ?

Bæn dagsins
Megi ég vera með opinn huga, sérstaklega gagnvart því sem viðkemur andlegum málefnum, hafandi það í huga að “andlegt” er annað og meira en “trúarlegt”. Megi ég muna að lokaður hugur er einkenni sjúkdómsins en opinn hugur er grundvöllur batans.

Minnispunktur dagsins
Hvaða vörn er það sem felst í lokuðum huga?