Hugleiðing dagsins
Reynslan hefur sýnt að GA prógramið og Tólf Sporin virka fyrir hvern þann sem nálgast þau með opnum huga. Við verðum að hafa hugfast að við getum ekki búist við kraftaverki samdægurs: Það tók okkur jú mörg ár að koma okkur í þá stöðu sem við erum í. Ég ætla að reyna að vera ekki eins fljótur að draga ályktanir og dæma. Ég ætla að halda fast í þær væntingar að GA prógramið geti breytt lífi minu svo fremi að ég gefi því séns.

Er ég byrjaður að átta mig á því að endanleg sátt er ekki háð því að allt fari eins og ég óska mér?

Bæn dagsins
Ég bið um móttækilegra viðhorfi; um aðeins meiri þolinmæði, eilítið minni asa, og meiri auðmýkt í gagnrýni minni. Megi ég ætíð skilja að breytingar munu eiga sér stað – það mun allt gerast – ef ég bara hlusta eftir vilja Guðs. Guð gefi mér þrautsegju, því stundum verð ég að bíða eftir því að Skrefin virki.

Minnispunktur dagsins
Þolinmæði.