Hugleiðing dagsins
Til þess að stuðla að eigin velferð þá ætla ég að fara á fundi og taka þátt í umræðum, með opnum huga og vera tilbúinn til þess að fá og meðtaka nýjar hugmyndir. Til þess að öðlast hugarró og frið þá ætla ég að vera ákveðinn í því að notfæra mér þessar nýju hugmyndir. Ég ætla að hafa hugfast að í GA prógraminu býðst mér leiðsögn og stuðningur sem ég fæ ekki annars staðar. Ég ætla að finna það fólk sem skilur mín vandamál og ég mun þiggja leiðsögn þeirra í þeim málefnum sem valda mér vanlíðan og ruglingi.

Ætla ég að vera viljugur að hlusta – og deila?

Bæn dagsins
Þakka þér Guð, fyrir að færa GA prógramið inn í líf mitt, og veita mér með því betri skilning á Æðri Mætti. Hjálpa mér að muna að fundarsókn og árvekni á fundum eru það mikilvægasta í því viðvarandi og nýfundna hamingjusama lífi sem ég á í dag. Megi ég hlusta og deila af heiðarleika, opnum huga og viljugur.

Minnispunktur dagsins
Svona ætla ég að fara að því: Heiðarleiki, Opinn hugur, Viljugur