Hugleiðing dagsins
Mörg okkar viðurkenna, þegar við komum í GA prógramið, að við séum efasemdarfólk eða trúlaus. Eins og einhver orðaði það, vilji okkar til þess að trúa ekki er svo sterkur að við kjósum frekar að mæla okkur mót við útfararstjórann frekar en að gera tilraun til þess að leita að Æðri Mætti með opnum huga. Sem betur fer, fyrir þau okkar sem erum með lokaðan huga gagnvart Æðri Mætti, þá ná hin uppbyggilegu öfl innan GA prógramsins nánast alltaf að brjóta á bak aftur þessa þrjósku okkar. Fyrr en varir þá uppgötvum við hina örlátu veröld trúar og trausts. Hún var til staðar allan tímann, okkur skorti bara viljann og opna hugann til þess að taka við henni.

Blindar þrjóskan mér stundum sýn á máttinn til góðs sem felst í trúnni?

Bæn dagsins
Ég vil þakka mínum Æðri Mætti fyrir þetta tækifæri til þess að opna hug minn; til þess að læra aftur um trú og traust; til þess að átta mig á að ráf mitt frá heiðarleika og raunveruleika breytti ekki því að Guð var til staðar í brjósti mér né umhyggju Guðs fyrir mér. Megi ég gera mér grein fyrir að það var mitt verk sem varð þess valdandi að ég missti trúna. Guði séu þakkir fyrir annað tækifæri til þess að trúa.

Minnispunktur dagsins
Höfnum vantrúarviljanum.