Hugleiðing dagsins
Hvernig getum við haldið í trúna á að allt muni fara vel, þegar við stöndum frammi fyrir aðstæðum eða ástandi sem okkur líkar ekki? Kannski þurfum við þá að spyrja okkur sjálf að því hvað trú sé. Trú á sér stoð í sannleika og kærleika. Við getum haft trú, ef við kjósum svo, sama hverjar aðstæðurnar eru. Og við getum, ef við kjósum svo, búist við að allt muni fara vel að lokum.

Hef ég valið?

Bæn dagsins
Megi ég vera þakklát/ur fyrir þá Guðs-gjöf að geta valið. Af þakklæti og vegna skynjunar minnar á nærveru Guðs, þá hef ég valið að hafa trú. Megi sú trú, eins og ég hef valið hana, verða svo sterk að hún geti flutt fjöll, svo sterk að hún haldi mér frá spilum, svo mikil að hún haldi aftur af holskeflu þeirra freistinga sem ég stend frammi fyrir, nægilega bjartsýn til þess að fleyta mér yfir núverandi sársauka yfir til endanlegrar hamingju.

Minnispunktur dagsins
Ekkert er ómögulegt, hafi maður trú.